Látlaus en magnaður fiðluleikur Jónas Sen skrifar 27. september 2014 13:00 Eva Þórarinsdóttir. „ljóst er að Eva er í hópi færustu einleikara þjóðarinnar,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Verk eftir Max Bruch og Gustav Mahler Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 25. september. Einleikari: Eva Þórarinsdóttir. Stjórnandi: Lionel Bringuier. Þýska tónskáldið Max Bruch (1838-1920) naut mikillar virðingar á meðan hann lifði. Hann féll samt að mestu í gleymsku eftir dauða sinn. Eitt af fáum verkum hans sem enn eru flutt er fiðlukonsertinn. Hann var á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Maður gæti spurt: Af hverju? Að mati undirritaðs er konsertinn ekki sérlega spennandi tónsmíð. Fyrstu tveir kaflarnir renna undarlega mikið saman í hálfgerðri lognmollu, og það er ekki fyrr en að síðasti kaflinn hefst að tónlistin verður skemmtileg. En það skipti eiginlega engu hér. Aðalmálið var einleikarinn, sem nánast endurskapaði konsertinn og gaf honum nýtt líf. Þetta var Eva Þórarinsdóttir fiðluleikari (f. 1986). Hún var með yndisfagran, þéttan tón, og frábæra fingratækni. Hröðustu tónahlaup voru svo jöfn og skýr að það var aðdáunarvert. Túlkunin var líka þrungin tilfinningu, akkúrat í anda rómantíkurinnar sem Max Bruch lifði og hrærðist í. Það var eitthvað hrífandi við það hvernig Eva miðlaði verkinu til áheyrenda. Leikur hennar var ástríðufullur, en með öllu laus við tilgerð. Hún þurfti ekkert að sveifla sér til og frá, eða baða höndunum út í loftið til að sýna fólki að hún var gersamlega á valdi tónlistarinnar. Sviðsframkoman var látlaus og laus við yfirborðsmennsku. Útkoman var mögnuð; ljóst er að Eva er í hópi færustu einleikara þjóðarinnar. Eftir hlé var flutt fimmta sinfónía Mahlers. Hljómsveitarstjórinn, Lionel Bringuier, var með sitt á hreinu og stjórnaði af öryggi. Eins og hinar sinfóníur Mahlers er sú fimmta stórbrotin og full af dulúð og öfgum. Þar er allt frá kyrrlátri, himneskri fegurð yfir í brjálæðisleg átök. Verkið þróast á langri leið úr jarðarfararstemningu í byrjun yfir í sigurvímu í lokin. Sinfónían er vissulega dálítið löng, en hún er svo viðburðarík og djúp að það er ekki hægt að láta sér leiðast. Sérstaklega ekki þar sem flutningurinn á tónleikunum var svo góður. Hljómsveitin lék afburðavel í heild, auk þess sem hljóðfæraleikararnir Stefán Jón Bernharðsson á horn og Einar Jónsson á trompet fóru á kostum. Í það stóra voru blásararnir frábærir og annað var líka glæsilegt. Svo var túlkunin svo sannfærandi, það var allt í henni. Hún var afar spennandi, stigmagnaðist upp í tilkomumikinn hápunkt; þráðurinn slitnaði aldrei. Hvílík veisla!Niðurstaða: Sérdeilis magnaðir tónleikar með frábærum einleikara, Evu Þórarinsdóttur. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: Verk eftir Max Bruch og Gustav Mahler Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 25. september. Einleikari: Eva Þórarinsdóttir. Stjórnandi: Lionel Bringuier. Þýska tónskáldið Max Bruch (1838-1920) naut mikillar virðingar á meðan hann lifði. Hann féll samt að mestu í gleymsku eftir dauða sinn. Eitt af fáum verkum hans sem enn eru flutt er fiðlukonsertinn. Hann var á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Maður gæti spurt: Af hverju? Að mati undirritaðs er konsertinn ekki sérlega spennandi tónsmíð. Fyrstu tveir kaflarnir renna undarlega mikið saman í hálfgerðri lognmollu, og það er ekki fyrr en að síðasti kaflinn hefst að tónlistin verður skemmtileg. En það skipti eiginlega engu hér. Aðalmálið var einleikarinn, sem nánast endurskapaði konsertinn og gaf honum nýtt líf. Þetta var Eva Þórarinsdóttir fiðluleikari (f. 1986). Hún var með yndisfagran, þéttan tón, og frábæra fingratækni. Hröðustu tónahlaup voru svo jöfn og skýr að það var aðdáunarvert. Túlkunin var líka þrungin tilfinningu, akkúrat í anda rómantíkurinnar sem Max Bruch lifði og hrærðist í. Það var eitthvað hrífandi við það hvernig Eva miðlaði verkinu til áheyrenda. Leikur hennar var ástríðufullur, en með öllu laus við tilgerð. Hún þurfti ekkert að sveifla sér til og frá, eða baða höndunum út í loftið til að sýna fólki að hún var gersamlega á valdi tónlistarinnar. Sviðsframkoman var látlaus og laus við yfirborðsmennsku. Útkoman var mögnuð; ljóst er að Eva er í hópi færustu einleikara þjóðarinnar. Eftir hlé var flutt fimmta sinfónía Mahlers. Hljómsveitarstjórinn, Lionel Bringuier, var með sitt á hreinu og stjórnaði af öryggi. Eins og hinar sinfóníur Mahlers er sú fimmta stórbrotin og full af dulúð og öfgum. Þar er allt frá kyrrlátri, himneskri fegurð yfir í brjálæðisleg átök. Verkið þróast á langri leið úr jarðarfararstemningu í byrjun yfir í sigurvímu í lokin. Sinfónían er vissulega dálítið löng, en hún er svo viðburðarík og djúp að það er ekki hægt að láta sér leiðast. Sérstaklega ekki þar sem flutningurinn á tónleikunum var svo góður. Hljómsveitin lék afburðavel í heild, auk þess sem hljóðfæraleikararnir Stefán Jón Bernharðsson á horn og Einar Jónsson á trompet fóru á kostum. Í það stóra voru blásararnir frábærir og annað var líka glæsilegt. Svo var túlkunin svo sannfærandi, það var allt í henni. Hún var afar spennandi, stigmagnaðist upp í tilkomumikinn hápunkt; þráðurinn slitnaði aldrei. Hvílík veisla!Niðurstaða: Sérdeilis magnaðir tónleikar með frábærum einleikara, Evu Þórarinsdóttur.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira