Epísk „feel-good“ mynd Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. september 2014 08:30 MYND/Skjáskot Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma. Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Boyhood Leikstjóri: Richard Linklater Rotten tomatoes: 99% IMDB: 8,7 Metacritic: 100 Boyhood er nýjasta mynd bandaríska leikstjórans Richard Linklater (Dazed & Confused, Slacker, Before Sunset) en myndin er ansi mikið þrekvirki. Hún var nefnilega tekin upp á 12 ára tímabili með sama leikaraliðinu. Við fylgjumst með aðalpersónunni Mason, leiknum af Ellar Coltrane, vaxa úr grasi frá sex til átján ára aldurs. Söguþráðurinn er því mjög einfaldur – þetta er þroskasaga drengs á Vesturlöndum. Í sönnum Linklater stíl er myndin auðvitað stútfull af skemmtilegum samræðum en myndir hans eru þekktar fyrir langar og frjóar samræður milli sögupersóna. Það er stórskrýtið að sjá persónurnar, ungar sem aldnar, verða eldri á skjánum og það veitir myndinni ljúfsáran og auðvitað raunsæislegan blæ. Myndin vekur upp merkilegar spurningar um rás tímans og æskuna. Hún skilur eftir sig sætt bragð í munninum og angurværð í hjartanu. Þessi metnaðarfulla leið sem Linklater ákvað að taka gæti jafnframt gert Boyhood að epískustu „feel-good“ mynd allra tíma.
Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira