Úr viðbjóðslegum karlaklefa í stúdíó 30. september 2014 08:00 Árni Þór Theodórsson, Victor Ocares, Þórgnýr Inguson og Þorgils Nolem Gíslason. MYND/Daníel Starrason „Frá því seinasta vetur höfum við verið iðnir við spilamennsku og unnið hörðum höndum að plötugerð sem er nú á lokastigi,“ segir Victor Ocares, meðlimur sveitarinnar Mafama. Hljómsveitin hyggur á útgáfu frumburðar sveitarinnar, DOG, á næstu misserum, en þeir félagara setja af stað söfnun á Karolina Fund á fimmtudaginn næsta. Þá koma Mafama fram á Iceland Airwaves. „Við vorum að leita að húsnæði til að æfa og taka upp í og það gekk brjálæðislega illa. Svo fórum við inn í Gamla Mjólkursamlagið á Akureyri, sem þjónar núna sem vinnustofurými fyrir listamenn, þar sem við þekktum fólk með stúdíó. Einn daginn erum við að skoða rýmið, sem er mjög stórt, og rekumst á þennan viðbjóðslega en tóma karlaklefa sem var notaður í gamla daga,“ útskýrir Victor. „Þarna eru líka pissuskál og sturta sem er auðvitað mjög hentugt fyrir langar upptökur,“ segir Victor, léttur í bragði, sem kann vel við sig í karlaklefanum eftir framkvæmdirnar. „Það eru um tuttugu starfandi listamenn með vinnustofur í samlaginu en það á reka alla út um áramót,“ segir Victor og segist munu sakna klefans. Þorgils Nolem Gíslason sá um upptökur, en Oculus um hljóðvinnslu. Airwaves Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Frá því seinasta vetur höfum við verið iðnir við spilamennsku og unnið hörðum höndum að plötugerð sem er nú á lokastigi,“ segir Victor Ocares, meðlimur sveitarinnar Mafama. Hljómsveitin hyggur á útgáfu frumburðar sveitarinnar, DOG, á næstu misserum, en þeir félagara setja af stað söfnun á Karolina Fund á fimmtudaginn næsta. Þá koma Mafama fram á Iceland Airwaves. „Við vorum að leita að húsnæði til að æfa og taka upp í og það gekk brjálæðislega illa. Svo fórum við inn í Gamla Mjólkursamlagið á Akureyri, sem þjónar núna sem vinnustofurými fyrir listamenn, þar sem við þekktum fólk með stúdíó. Einn daginn erum við að skoða rýmið, sem er mjög stórt, og rekumst á þennan viðbjóðslega en tóma karlaklefa sem var notaður í gamla daga,“ útskýrir Victor. „Þarna eru líka pissuskál og sturta sem er auðvitað mjög hentugt fyrir langar upptökur,“ segir Victor, léttur í bragði, sem kann vel við sig í karlaklefanum eftir framkvæmdirnar. „Það eru um tuttugu starfandi listamenn með vinnustofur í samlaginu en það á reka alla út um áramót,“ segir Victor og segist munu sakna klefans. Þorgils Nolem Gíslason sá um upptökur, en Oculus um hljóðvinnslu.
Airwaves Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira