Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði 1. október 2014 13:00 Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“ Meistaramánuður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjölskyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mánuðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Þeir sem vilja skrá sig til leiks geta gert það á heimasíðu Meistaramánuðar.Berglind Pétursdóttir.Jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgunstundir,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari. „Svo ætla ég að prófa vegan-mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum grasfóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“Ása Ottesen.Drekka meira vatn „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag,“ segir Ása Ottesen, markaðsfulltrúi hjá Te og kaffi. „Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Ása ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat.“Aníta Eldjárn.Rækta vináttuna og lesa bók „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm,“ segir Aníta Eldjárn ljósmyndari. „Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“Atli Fannar.Ólympíulyftingar og elda góðan mat „Síðustu Meistaramánuðir hafa verið svo farsælir að ég þarf ekki lengur að umturna lífsstíl mínum í október á hverju ári. Ég hreyfi mig nú þegar sex sinnum í viku, borða miklu sjaldnar pizzu en ég óska mér og er sofnaður klukkan 23 á kvöldin vegna vinnuálags,“ segir Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður. Markmiðin fyrir Meistaramánuði í ár eru því þessi: Ég ætla á námskeið í ólympískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu og ég er búinn að segja það svo oft að engum finnst það merkilegt eða göfugt lengur. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genatískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. Og reyndar kærastan mín. Við ætlum sem sagt að elda þrisvar í viku í október. Takmarkið er þó ekkert endilega að belgja okkur út á chiafræum og mysingi heldur bara að elda góðan mat, njóta stundarinnar og borða svo afganga daginn eftir. Þannig sparast milljónir sem færu annars í útþanda vasa skyndibitakónganna í Reykjavík. Og síðan ekkert nammi. Það verður drulluerfitt.“Hulda Halldóra Tryggvadóttir.Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma,“ segir Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti. „Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“Jón Þór Sigurðsson.Út með skyndibitann „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima,“ segir Jón Þór Sigurðsson trommari. „Ég ætla að halda tölvu- og snjallsímanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið þá verður það í hæsta máta einn og einn hipsterabjór frá Borg.“
Meistaramánuður Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira