Gamall bókaormur með lestrarátak Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2014 09:30 Ævar Þór Benediktsson. „Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur þannig að lesandinn stjórnar því alfarið sjálfur hvað gerist.“ Vísir/Valli Þetta kom þannig til að í vor var ég beðinn að vera fundarstjóri á ráðstefnu í Gerðubergi, þar sem var verið að tala um læsi og bækur. Ég sat þarna og hlustaði og það var alveg sama hver fór í pontu, hvort það var bókasafnsfræðingur, rithöfundur eða kennari, allir tjáðu sig um það hvað áhugi á lestri hefði minnkað mikið hjá krökkum og þá sérstaklega strákum,“ segir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, spurður hvernig það hafi komið til að hann hrinti af stað lestrarátaki sem hefst í dag meðal grunnskólabarna. „Ég hafði auðvitað heyrt þetta útundan mér, en ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið mál fyrr en þarna.“ Ævar segist vera gamall bókaormur og að þetta hafi honum þótt óviðunandi ástand. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki gert eitthvað til að bæta úr þessu. Nú er ég búinn að vera með þáttinn minn í sjónvarpi í nokkur ár þannig að krakkarnir vita hver ég er og það er nú einu sinni þannig að maður fær smá forskot þegar maður vill koma einhverju á framfæri ef þau þekkja mann. Fær svona sirka tíu sekúndur af athygli áður en þau fara að gera eitthvað annað.“ Ævar réðst þó ekki í framkvæmd hugmyndarinnar strax, var önnum kafinn við að skrifa nýju seríuna um Ævar vísindamann og síðan taka hana upp, en hugmyndin lét hann ekki í friði. „Í sumar fór ég svo að vinna í þessu átaki, sem hljómaði voðalega einfalt í höfðinu á mér, en ég er eiginlega búinn að vera í fullu starfi í tvo mánuði við að koma þessu í framkvæmd. Og til þess hef ég þurft að nýta alla þá vinargreiða sem ég átti inni, svo nú er ég nánast búinn með þann kvóta. Ég á enn þá vini, en nú eiga þau inni hjá mér í staðinn.“ Átakið gengur þannig fyrir sig að fyrir hverjar þrjár bækur sem börnin lesa fylla þau út miða sem verða sendir til Heimilis og skóla í gegnum skólabókasöfnin og verða að lokum fimm nöfn dregin úr pottinum. Þessi börn fá það í verðlaun að verða gerð að persónum í nýrri ævintýrabók um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem kemur út næsta vor hjá Forlaginu. „Það verður alltaf að vera einhver gulrót til að ýta fólki af stað og mér fannst það skemmtilegur vinkill að fá að vera karakter í bók.“ Meðfram átakinu er Ævar að senda frá sér nýstárlega sögubók, Þína eigin þjóðsögu, fyrir börn. „Sögusviðið í Þín eigin þjóðsaga er heimur íslensku þjóðsagnanna og lesandinn ræður ferðinni. Í bókinni eru yfir 50 mismunandi endar, sem þýðir að þú getur lesið hana nánast endalaust oft og aldrei lesið sömu söguna,“ segir hann. „Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur þannig að lesandinn stjórnar því alfarið sjálfur hvað gerist. Hann sogast inn í heim íslensku þjóðsagnanna og getur þar átt í samskiptum við hin ýmsu kvikindi og karaktera sem hann þekkir. Oft verður maður pirraður við lestur og finnst karakterarnir taka asnalegar ákvarðanir en í þessari bók stjórnar lesandinn því alfarið hvaða ákvarðanir þeir taka. Þannig að ef sagan endar hræðilega getur hann engum kennt um nema sjálfum sér. En það góða er að þú getur alltaf flett til baka og byrjað upp á nýtt ef þú tekur ranga ákvörðun svo ef þú vilt að allt endi vel þá stjórnar þú því.“ Auk þess að leika Ævar vísindamann í sjónvarpinu og skrifa bók í hans nafni hefur Ævar verið að leika í Þjóðleikhúsinu undanfarin fjögur ár. Hann er nú kominn í frí frá leikhúsinu í bili. „En í staðinn fyrir að slaka á ákvað ég að gefa í og framkvæma eitthvað af þeim hugmyndum sem hausinn á mér er fullur af.“ Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta kom þannig til að í vor var ég beðinn að vera fundarstjóri á ráðstefnu í Gerðubergi, þar sem var verið að tala um læsi og bækur. Ég sat þarna og hlustaði og það var alveg sama hver fór í pontu, hvort það var bókasafnsfræðingur, rithöfundur eða kennari, allir tjáðu sig um það hvað áhugi á lestri hefði minnkað mikið hjá krökkum og þá sérstaklega strákum,“ segir Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, spurður hvernig það hafi komið til að hann hrinti af stað lestrarátaki sem hefst í dag meðal grunnskólabarna. „Ég hafði auðvitað heyrt þetta útundan mér, en ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta var mikið mál fyrr en þarna.“ Ævar segist vera gamall bókaormur og að þetta hafi honum þótt óviðunandi ástand. „Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki gert eitthvað til að bæta úr þessu. Nú er ég búinn að vera með þáttinn minn í sjónvarpi í nokkur ár þannig að krakkarnir vita hver ég er og það er nú einu sinni þannig að maður fær smá forskot þegar maður vill koma einhverju á framfæri ef þau þekkja mann. Fær svona sirka tíu sekúndur af athygli áður en þau fara að gera eitthvað annað.“ Ævar réðst þó ekki í framkvæmd hugmyndarinnar strax, var önnum kafinn við að skrifa nýju seríuna um Ævar vísindamann og síðan taka hana upp, en hugmyndin lét hann ekki í friði. „Í sumar fór ég svo að vinna í þessu átaki, sem hljómaði voðalega einfalt í höfðinu á mér, en ég er eiginlega búinn að vera í fullu starfi í tvo mánuði við að koma þessu í framkvæmd. Og til þess hef ég þurft að nýta alla þá vinargreiða sem ég átti inni, svo nú er ég nánast búinn með þann kvóta. Ég á enn þá vini, en nú eiga þau inni hjá mér í staðinn.“ Átakið gengur þannig fyrir sig að fyrir hverjar þrjár bækur sem börnin lesa fylla þau út miða sem verða sendir til Heimilis og skóla í gegnum skólabókasöfnin og verða að lokum fimm nöfn dregin úr pottinum. Þessi börn fá það í verðlaun að verða gerð að persónum í nýrri ævintýrabók um bernskubrek Ævars vísindamanns, sem kemur út næsta vor hjá Forlaginu. „Það verður alltaf að vera einhver gulrót til að ýta fólki af stað og mér fannst það skemmtilegur vinkill að fá að vera karakter í bók.“ Meðfram átakinu er Ævar að senda frá sér nýstárlega sögubók, Þína eigin þjóðsögu, fyrir börn. „Sögusviðið í Þín eigin þjóðsaga er heimur íslensku þjóðsagnanna og lesandinn ræður ferðinni. Í bókinni eru yfir 50 mismunandi endar, sem þýðir að þú getur lesið hana nánast endalaust oft og aldrei lesið sömu söguna,“ segir hann. „Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur þannig að lesandinn stjórnar því alfarið sjálfur hvað gerist. Hann sogast inn í heim íslensku þjóðsagnanna og getur þar átt í samskiptum við hin ýmsu kvikindi og karaktera sem hann þekkir. Oft verður maður pirraður við lestur og finnst karakterarnir taka asnalegar ákvarðanir en í þessari bók stjórnar lesandinn því alfarið hvaða ákvarðanir þeir taka. Þannig að ef sagan endar hræðilega getur hann engum kennt um nema sjálfum sér. En það góða er að þú getur alltaf flett til baka og byrjað upp á nýtt ef þú tekur ranga ákvörðun svo ef þú vilt að allt endi vel þá stjórnar þú því.“ Auk þess að leika Ævar vísindamann í sjónvarpinu og skrifa bók í hans nafni hefur Ævar verið að leika í Þjóðleikhúsinu undanfarin fjögur ár. Hann er nú kominn í frí frá leikhúsinu í bili. „En í staðinn fyrir að slaka á ákvað ég að gefa í og framkvæma eitthvað af þeim hugmyndum sem hausinn á mér er fullur af.“
Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira