Vika er langur tími fyrir smáfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2014 07:00 Krílin mín tvö, sem eðli málsins samkvæmt eru einhver efnilegustu börn á Íslandi, dvelja viku hjá mér og viku hjá mömmu sinni. Svona hefur fyrirkomulagið verið frá áramótum og gengið nokkuð vel. Spilar þar stærsta rullu að hinir nýskildu foreldrar eru enn góðir vinir og reyna að ala börnin upp í eins mikilli samvinnu og hægt er. „Ég á tvö hús,“ segir teiknisnillingurinn dóttir mín stundum og nefnir aðra á leikskólanum sem „eiga“ bara eitt hús. Þvílík ósanngirni sem börn hamingjusamra foreldra í sambúð búa við. Það er samt ekki alltaf þannig að tvö hús séu betri en eitt. Ekki einu sinni hjá krökkum á leikskólaaldri. Vikagetur verið lengi að líða hjá þriggja ára dreng og fjögurra ára stúlku. „Ég sakna mömmu,“ segja krakkarnir stundum á kvöldin og kjökra. Það tengist oftar en ekki smá pirringi yfir að kominn sé tími til að fara að sofa eða beiðni um að haldið sé í hönd á meðan verið er að festa svefn. Staðreyndin er samt að sjálfsögðu sú að börnin sakna mömmu sinnar. Margir velta fyrir sér hvert besta fyrirkomulagið sé hjá fráskildum foreldrum. Helgarpabbinn er einn kostur en ég gæti ekki hugsað mér það. Vika og vika er annar kostur. Svo nefna aðrir kostinn að börnin búi á einu heimili þar sem foreldrarnir skiptast á að búa með þeim. Engin lausn er fullkomin. Nákominn ættingi veltir fyrir sér hvort það sé í tísku að skilja. Ein ástæða þeirrar vangaveltu er sú að mjög góður vinur minn og barnsmóðir hans hættu saman eftir langt samband á svipuðum tíma og við fyrrverandi. Kynslóð ættingjans var, eftir því sem ég upplifi, tilbúnari að halda hjónabandi gangandi barnanna vegna. Það gat hvorugt okkar sætt sig við. Við tækjum hins vegar fagnandi frumlegri og betri lausn en viku aðskilnað foreldris og barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Krílin mín tvö, sem eðli málsins samkvæmt eru einhver efnilegustu börn á Íslandi, dvelja viku hjá mér og viku hjá mömmu sinni. Svona hefur fyrirkomulagið verið frá áramótum og gengið nokkuð vel. Spilar þar stærsta rullu að hinir nýskildu foreldrar eru enn góðir vinir og reyna að ala börnin upp í eins mikilli samvinnu og hægt er. „Ég á tvö hús,“ segir teiknisnillingurinn dóttir mín stundum og nefnir aðra á leikskólanum sem „eiga“ bara eitt hús. Þvílík ósanngirni sem börn hamingjusamra foreldra í sambúð búa við. Það er samt ekki alltaf þannig að tvö hús séu betri en eitt. Ekki einu sinni hjá krökkum á leikskólaaldri. Vikagetur verið lengi að líða hjá þriggja ára dreng og fjögurra ára stúlku. „Ég sakna mömmu,“ segja krakkarnir stundum á kvöldin og kjökra. Það tengist oftar en ekki smá pirringi yfir að kominn sé tími til að fara að sofa eða beiðni um að haldið sé í hönd á meðan verið er að festa svefn. Staðreyndin er samt að sjálfsögðu sú að börnin sakna mömmu sinnar. Margir velta fyrir sér hvert besta fyrirkomulagið sé hjá fráskildum foreldrum. Helgarpabbinn er einn kostur en ég gæti ekki hugsað mér það. Vika og vika er annar kostur. Svo nefna aðrir kostinn að börnin búi á einu heimili þar sem foreldrarnir skiptast á að búa með þeim. Engin lausn er fullkomin. Nákominn ættingi veltir fyrir sér hvort það sé í tísku að skilja. Ein ástæða þeirrar vangaveltu er sú að mjög góður vinur minn og barnsmóðir hans hættu saman eftir langt samband á svipuðum tíma og við fyrrverandi. Kynslóð ættingjans var, eftir því sem ég upplifi, tilbúnari að halda hjónabandi gangandi barnanna vegna. Það gat hvorugt okkar sætt sig við. Við tækjum hins vegar fagnandi frumlegri og betri lausn en viku aðskilnað foreldris og barna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun