Leikhúskenndir tónleikar á alvörutímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:30 "Þetta eru voða skemmtileg lög og textarnir líka,“ segir Jóhanna um dagskrána í Iðnó annað kvöld. Fréttablaðið/Ernir „Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er í því að lifa núna eins og hver dagur sé sá síðasti,“ segir Jóhanna Þórhallsdóttir hlæjandi og kveðst þar vera undir áhrifum frá textum á nýja diskinum sínum, sem ber titilinn Söngvar á alvörutímum. Þá texta segir hún meðal annars eftir Þorvald Þorsteinsson og Guðmund Sigurðsson, tengdaföður hennar, sem var kunnur revíuhöfundur. Hún ætlar að syngja þessa texta við eigin lög á tónleikum í Iðnó annað kvöld, sunnudag, ásamt fleiri snillingum og þar verða líka lög úr söngleikjum og leikritum. „Þetta er dálítið leikhúskennt prógramm og þess vegna finnst mér svo gaman að vera í Iðnó, það er aðalsöngleikhúsið í mínum huga og heldur vel utan um svona tónleika,“ segir söngkonan. Á sviðinu með Jóhönnu verða hinn finnski harmónikuleikari Matti Kallio, Kjartan Valdimarsson píanisti, Gunnar Hrafnsson sellóleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, auk þess sem Sigurður Flosason mætir með saxófóninn og Egill Ólafsson tekur lagið með henni. „Við Egill vorum samtímis í Hamrahlíðarkórnum í denn en höfum aldrei sungið tvö saman áður,“ segir hún. Jóhanna getur þess líka að Gunnhildur, dóttir hennar, Einarsdóttir syngi með henni og vinkonur tvær, Thelma Hrönn og Lilja Dögg. „Síðan verður leynigestur,“ en að sjálfsögðu ljóstrar hún engu upp um hann.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira