Furðusagnasmiðjur Emils Hjörvars að hefjast 13. október 2014 12:00 Emil Hjörvar hefur vakið athygli fyrir þríleik sinn, sögu eftirlifenda. Vísir/GVA Bókmenntaborgin býður upp á furðusagnasmiðjur með rithöfundinum og bókmenntafræðingnum Emil Hjörvari Petersen á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014, en hún er nú haldin í þriðja sinn undir heitinu Tími fyrir sögu. Emil hefur þegar haldið þrjá opna fyrirlestra um furðusögur en nú er komið að því að áhugasamir geti spreytt sig á því að skrifa sínar eigin sögur. Smiðjurnar fara fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15. Hópurinn hittist fjórum sinnum og er fyrsti tíminn á morgun klukkan 17. Athugið að það þarf að bóka þátttöku í ritsmiðjurnar og að sami hópurinn tekur þátt í öllum smiðjunum fjórum. Meðal þess sem unnið verður með eru frumdrög, hugmynda- og rannsóknarvinna, hvernig fléttur eru myndaðar, bygging mótuð og atburðarás þróuð. Rætt verður um notkun íslenskunnar í furðusögum og persónusköpun, bygging samtala, sjónarhorn og stílbrögð verða áberandi. Ritsmiðjurnar eru öllum opnar sem hafa náð átján ára aldri. Þær henta bæði þeim sem hafa reynslu af ritstörfum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref, því smiðjurnar byggjast á nokkru sem er nýtilkomið hér á landi; á furðusögum sem skrifaðar eru á íslensku. Þátttaka er ókeypis. Emil Hjörvar er höfundur þríleiksins Saga eftirlifenda, en síðasta sagan í seríunni er væntanleg nú í október. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bókmenntaborgin býður upp á furðusagnasmiðjur með rithöfundinum og bókmenntafræðingnum Emil Hjörvari Petersen á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014, en hún er nú haldin í þriðja sinn undir heitinu Tími fyrir sögu. Emil hefur þegar haldið þrjá opna fyrirlestra um furðusögur en nú er komið að því að áhugasamir geti spreytt sig á því að skrifa sínar eigin sögur. Smiðjurnar fara fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu 15. Hópurinn hittist fjórum sinnum og er fyrsti tíminn á morgun klukkan 17. Athugið að það þarf að bóka þátttöku í ritsmiðjurnar og að sami hópurinn tekur þátt í öllum smiðjunum fjórum. Meðal þess sem unnið verður með eru frumdrög, hugmynda- og rannsóknarvinna, hvernig fléttur eru myndaðar, bygging mótuð og atburðarás þróuð. Rætt verður um notkun íslenskunnar í furðusögum og persónusköpun, bygging samtala, sjónarhorn og stílbrögð verða áberandi. Ritsmiðjurnar eru öllum opnar sem hafa náð átján ára aldri. Þær henta bæði þeim sem hafa reynslu af ritstörfum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref, því smiðjurnar byggjast á nokkru sem er nýtilkomið hér á landi; á furðusögum sem skrifaðar eru á íslensku. Þátttaka er ókeypis. Emil Hjörvar er höfundur þríleiksins Saga eftirlifenda, en síðasta sagan í seríunni er væntanleg nú í október.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira