Innskeif og rangeygð póesía Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. október 2014 14:30 Sigurður Guðmundsson: „Kannski er ég spesíalisti í tilfinningum, það gæti alveg eins verið, en þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég geri mér grein fyrir því.“ Vísir/GVA „Þetta er í fyrsta sinn sem þessum myndum er safnað í eina bók, en auðvitað er búið að sýna þessi verk úti um allan heim,“ segir Sigurður Guðmundsson um verkin í bókinni Dancing Horizon sem komin er út bæði á íslensku og ensku hjá Crymogeu. Í bókinni eru ljósmyndaverk Sigurðar frá árunum 1970-1982. „Verkin eru tvístruð út um allan heim en nú eru þau komin í eina bók sem inniheldur öll þessi verk í mjög góðu formi, fín prentun, réttar upplýsingar og þessum verkum hafa aldrei verið gerð jafn góð skil og í þessari bók.“ Þessi verk spanna tólf ára tímabil, hvers vegna hvarfstu frá þessu formi eftir þann tíma? „Kannski tæmdi ég þetta svið fyrir sjálfan mig, kannski átti ég á hættu að fara að endurtaka mig, ég veit það ekki. Ég haga mér pínulítið eins og dýr; fer svangur í eitthvað en leita svo að einhverju grænna hinum megin við girðinguna eftir ákveðinn tíma. Annars hugsa ég aldrei svoleiðis. Eina hugsunin er: mig langar, mig langar! Síðan geri ég það.“Ómálga löngun Sigurður bjó í Hollandi lengst af þessu tímabili, en var þá þegar orðinn alþjóðlega þekktur myndlistarmaður og ferðaðist víða til að sýna. „Já, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá varð ég þekktur um 1975-6, en ég þurfti þó að vinna með listinni þrátt fyrir það. Þannig var þetta þá. Ef þú verður þekktur í dag þá ertu eins og skot orðinn milljónamæringur því frægðin er aðalsöluvaran, eins hallærislega og það nú hljómar.“ Hvers vegna byrjaðirðu að vinna með ljósmyndaformið? „Það hef ég ekki hugmynd um. Maður hefur einhverja ómálga löngun sem leitar í rólegheitum að sínu formi. Það sem þú sérð á þessum myndum hefði ég ekki getað málað, það hefði orðið mjög hallærislegt og myndi ekki virka. Vídeóið var ekki komið á þessum tíma þannig að þetta var allt tekið á filmur. Ég bjó til þessar aðstæður úti á grasbletti eða inni í herbergi og allar myndirnar voru teknar á þrífæti eftir að ég hafði raðað upp í þær. Fyrst planaði ég þær í smáatriðum í hausnum og hjartanu enda hefur alltaf verið mikil forvinna að mínum verkum, þótt fæst af því sé til á blaði eða sjáanlegt. Ég reyni að vinna verkið sem mest á því sviði þangað til það smellur saman á einhverju mómenti og þá framkvæmi ég það. Ég er alls ekkert góður ljósmyndari, gildi og framgangur verkanna liggur ekki í því, heldur sennilega í eins konar heimspekilegri póesíu sem allar þjóðir geta notið. Hún liggur alfarið fyrir utan þennan litla þjóðlega reit sem allir búa á, enda líður mér sem einstaklingi best með það að vera útlendingur, vera ekki einnar þjóðar maður.“Háður því að vera útlendingur Sigurður hefur búið í Xiamen í Kína undanfarin átján ár, en bjó þar áður lengi í Hollandi og hefur haft búsetu víðar. Hvers vegna ákvað hann að setjast að í Kína? „Ég spyr ekki sjálfan mig slíkra spurninga. Þetta æxlast bara svona. Ég kom fyrst til Kína 1997, var þar í nokkrar vikur, horfði í kringum mig og hugsaði: ég verð bara hér. Síðan hef ég búið þar.“ Sigurður segist vera orðinn útlendingur á Íslandi og reyndar alls staðar. „Ég er orðinn svo háður því að vera útlendingur. Mér þykir óþægilegt þegar maður fer að eiga sitt landslið og svona. Ég lenti í smá tilvistarkreppu í gær þegar Ísland og Holland voru að keppa í fótbolta, með hverjum átti ég að halda? Það er betra að vera laus við það. Auðvitað eru þetta allt saman ágætis lönd, en það er ekki hægt að bera lönd saman frekar en manneskjur. Það hafa allir svo ólíka eiginleika“ Meinarðu að það sé nauðsynlegt fyrir þig sem listamann að horfa á heiminn með augum útlendingsins? „Kannski, já. Það hentar mér voðalega vel. Það felst eitthvert frelsi í því og andlega hliðin er mjög interessant. Ég næ betri einbeitingu þegar ég er engrar þjóðar. Ef við tökum verkin í Dancing Horizon sem dæmi þá var hollenska pressan alltaf að hæla mér fyrir að sýna íslenskt landslag í Hollandi, en það er engin mynd frá Íslandi í þessari bók, þetta var allt gert í Hollandi.“Spesíalisti í tilfinningum Lily van Ginneken talar um það í inngangi að bókinni að það sé tilfinningin sem sé þungamiðjan í þessum verkum. „Já, það er það sem ég vinn með. Ég vinn ekki með neinar sögulegar staðreyndir eða tek vitsmunalegar ákvarðanir í sambandi við það hvernig verkin þróast. Tilfinningin er miklu meira akkúrat heldur en vitsmunirnir, þeir eru miklu ónákvæmari. Þú getur aldrei doblað tilfinninguna neitt. Ef þú ert ástfanginn þá ertu bara ástfanginn, en það verðurðu ekki þótt þú lesir allt um ástina. Ég hef notað þetta alla mína tíð og kannski er ég spesíalisti í tilfinningum, það gæti alveg eins verið, en þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég geri mér grein fyrir því.“ Þú ert nú samt oft ansi vitsmunalegur í bókunum sem þú skrifar. „Bækurnar eru geðklofalegar. Þá lifi ég rasjónal lífi en klóna um leið fólk út úr sjálfum mér. Skrifa skáldskap sem er alveg jafn raunverulegur og hinn svokallaði raunveruleiki sem alltaf er meira og minna skáldaður af okkur sjálfum.“ Sigurður vill ekki gangast við því að verk hans séu eitthvað sérstaklega íslensk, nema að einu leyti. „Íslensk póesía er viðvarandi áhrifavaldur í mínum verkum. Mér finnst ekkert verk eftir mig heppnast nema það sé póetískt. Ekki lýrískt, það má ekki rugla því saman. Lýríkin er alltaf falleg, alltaf svo mjúk og fín, en póesían getur verið innskeif og rangeygð en samt virkað. Það er mín deild. Mín póesía er pínulítið heimspekilegs eðlis, svona heimspekilegar tilfinningar, og fjallar voða lítið um dægurmál. Samt er það hið daglega líf hjá venjulegu fólki sem höfðar mest til mín. Þangað sæki ég póesíuna í verkin mín.“ Hvaða áhrif leitastu við að hafa á viðtakendur verka þinna? „Ef þú hrífst af listaverki, mínu eða annarra, þá verðurðu hrærð og þú hreyfist. Færist á örlítið annan stað í tilvistinni. Það er þetta ferðalag sem listin snýst um.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem þessum myndum er safnað í eina bók, en auðvitað er búið að sýna þessi verk úti um allan heim,“ segir Sigurður Guðmundsson um verkin í bókinni Dancing Horizon sem komin er út bæði á íslensku og ensku hjá Crymogeu. Í bókinni eru ljósmyndaverk Sigurðar frá árunum 1970-1982. „Verkin eru tvístruð út um allan heim en nú eru þau komin í eina bók sem inniheldur öll þessi verk í mjög góðu formi, fín prentun, réttar upplýsingar og þessum verkum hafa aldrei verið gerð jafn góð skil og í þessari bók.“ Þessi verk spanna tólf ára tímabil, hvers vegna hvarfstu frá þessu formi eftir þann tíma? „Kannski tæmdi ég þetta svið fyrir sjálfan mig, kannski átti ég á hættu að fara að endurtaka mig, ég veit það ekki. Ég haga mér pínulítið eins og dýr; fer svangur í eitthvað en leita svo að einhverju grænna hinum megin við girðinguna eftir ákveðinn tíma. Annars hugsa ég aldrei svoleiðis. Eina hugsunin er: mig langar, mig langar! Síðan geri ég það.“Ómálga löngun Sigurður bjó í Hollandi lengst af þessu tímabili, en var þá þegar orðinn alþjóðlega þekktur myndlistarmaður og ferðaðist víða til að sýna. „Já, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá varð ég þekktur um 1975-6, en ég þurfti þó að vinna með listinni þrátt fyrir það. Þannig var þetta þá. Ef þú verður þekktur í dag þá ertu eins og skot orðinn milljónamæringur því frægðin er aðalsöluvaran, eins hallærislega og það nú hljómar.“ Hvers vegna byrjaðirðu að vinna með ljósmyndaformið? „Það hef ég ekki hugmynd um. Maður hefur einhverja ómálga löngun sem leitar í rólegheitum að sínu formi. Það sem þú sérð á þessum myndum hefði ég ekki getað málað, það hefði orðið mjög hallærislegt og myndi ekki virka. Vídeóið var ekki komið á þessum tíma þannig að þetta var allt tekið á filmur. Ég bjó til þessar aðstæður úti á grasbletti eða inni í herbergi og allar myndirnar voru teknar á þrífæti eftir að ég hafði raðað upp í þær. Fyrst planaði ég þær í smáatriðum í hausnum og hjartanu enda hefur alltaf verið mikil forvinna að mínum verkum, þótt fæst af því sé til á blaði eða sjáanlegt. Ég reyni að vinna verkið sem mest á því sviði þangað til það smellur saman á einhverju mómenti og þá framkvæmi ég það. Ég er alls ekkert góður ljósmyndari, gildi og framgangur verkanna liggur ekki í því, heldur sennilega í eins konar heimspekilegri póesíu sem allar þjóðir geta notið. Hún liggur alfarið fyrir utan þennan litla þjóðlega reit sem allir búa á, enda líður mér sem einstaklingi best með það að vera útlendingur, vera ekki einnar þjóðar maður.“Háður því að vera útlendingur Sigurður hefur búið í Xiamen í Kína undanfarin átján ár, en bjó þar áður lengi í Hollandi og hefur haft búsetu víðar. Hvers vegna ákvað hann að setjast að í Kína? „Ég spyr ekki sjálfan mig slíkra spurninga. Þetta æxlast bara svona. Ég kom fyrst til Kína 1997, var þar í nokkrar vikur, horfði í kringum mig og hugsaði: ég verð bara hér. Síðan hef ég búið þar.“ Sigurður segist vera orðinn útlendingur á Íslandi og reyndar alls staðar. „Ég er orðinn svo háður því að vera útlendingur. Mér þykir óþægilegt þegar maður fer að eiga sitt landslið og svona. Ég lenti í smá tilvistarkreppu í gær þegar Ísland og Holland voru að keppa í fótbolta, með hverjum átti ég að halda? Það er betra að vera laus við það. Auðvitað eru þetta allt saman ágætis lönd, en það er ekki hægt að bera lönd saman frekar en manneskjur. Það hafa allir svo ólíka eiginleika“ Meinarðu að það sé nauðsynlegt fyrir þig sem listamann að horfa á heiminn með augum útlendingsins? „Kannski, já. Það hentar mér voðalega vel. Það felst eitthvert frelsi í því og andlega hliðin er mjög interessant. Ég næ betri einbeitingu þegar ég er engrar þjóðar. Ef við tökum verkin í Dancing Horizon sem dæmi þá var hollenska pressan alltaf að hæla mér fyrir að sýna íslenskt landslag í Hollandi, en það er engin mynd frá Íslandi í þessari bók, þetta var allt gert í Hollandi.“Spesíalisti í tilfinningum Lily van Ginneken talar um það í inngangi að bókinni að það sé tilfinningin sem sé þungamiðjan í þessum verkum. „Já, það er það sem ég vinn með. Ég vinn ekki með neinar sögulegar staðreyndir eða tek vitsmunalegar ákvarðanir í sambandi við það hvernig verkin þróast. Tilfinningin er miklu meira akkúrat heldur en vitsmunirnir, þeir eru miklu ónákvæmari. Þú getur aldrei doblað tilfinninguna neitt. Ef þú ert ástfanginn þá ertu bara ástfanginn, en það verðurðu ekki þótt þú lesir allt um ástina. Ég hef notað þetta alla mína tíð og kannski er ég spesíalisti í tilfinningum, það gæti alveg eins verið, en þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég geri mér grein fyrir því.“ Þú ert nú samt oft ansi vitsmunalegur í bókunum sem þú skrifar. „Bækurnar eru geðklofalegar. Þá lifi ég rasjónal lífi en klóna um leið fólk út úr sjálfum mér. Skrifa skáldskap sem er alveg jafn raunverulegur og hinn svokallaði raunveruleiki sem alltaf er meira og minna skáldaður af okkur sjálfum.“ Sigurður vill ekki gangast við því að verk hans séu eitthvað sérstaklega íslensk, nema að einu leyti. „Íslensk póesía er viðvarandi áhrifavaldur í mínum verkum. Mér finnst ekkert verk eftir mig heppnast nema það sé póetískt. Ekki lýrískt, það má ekki rugla því saman. Lýríkin er alltaf falleg, alltaf svo mjúk og fín, en póesían getur verið innskeif og rangeygð en samt virkað. Það er mín deild. Mín póesía er pínulítið heimspekilegs eðlis, svona heimspekilegar tilfinningar, og fjallar voða lítið um dægurmál. Samt er það hið daglega líf hjá venjulegu fólki sem höfðar mest til mín. Þangað sæki ég póesíuna í verkin mín.“ Hvaða áhrif leitastu við að hafa á viðtakendur verka þinna? „Ef þú hrífst af listaverki, mínu eða annarra, þá verðurðu hrærð og þú hreyfist. Færist á örlítið annan stað í tilvistinni. Það er þetta ferðalag sem listin snýst um.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira