FH á 85 ára afmæli í dag Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2014 00:01 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH Vísir/Valli „Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Íþróttir Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
„Mér líst mjög vel á framtíðina og er þess fullviss að á 100 ára afmælinu verði FH enn í fremstu röð á öllum vígstöðvum með eina bestu aðstöðu sem fyrirfinnst á Íslandi,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, er 85 ára í dag, 15. október. Af því tilefni hefur félagið boðið öllum FH-ingum og velunnurum félagsins í afmæliskaffi milli klukkan 17 og 19 í dag að Sjónarhóli í Kaplakrika. Félagið hefur verið sigursælt síðustu árin, jafnt í knattspyrnu, handknattleik og frjálsum íþróttum. Birgir segir alla starfsemi FH vera til fyrirmyndar og að uppbygging Kaplakrika sé liður í því að halda félaginu enn í fremstu röð. „Við erum með bestu skylmingadeild landsins, frjálsíþróttadeildin hefur verið í fremstu röð í áratugi, mikill uppgangur hefur verið í handboltanum síðustu ár eftir nokkur mögur ár og flestir vita að knattspyrnulið okkar hefur verið á toppnum í tíu ár í karlaboltanum. Uppbygging mannvirkja mun hjálpa til við að halda okkur áfram í fremstu röð,“ segir Birgir. Uppbyggingin í Kaplakrika hefur verið mikil síðustu ár. Knattspyrnuhús, yfirbyggð stúka yfir aðalleikvangi knattspyrnunnar og frjálsíþróttahöll hafa risið á svæðinu á síðustu árum. „Nú er á teikniborðinu að byggja tvö ný knattspyrnuhús á efra svæðinu, sem mun nýtast yngri iðkendum gríðarlega vel. Þótt aðstaðan sé góð hafa yngstu iðkendurnir þurft að glíma við plássleysi upp á síðkastið,“ segir Birgir. Einn af forvígismönnum stofnunar Fimleikafélagsins árið 1929 var Hallsteinn Hinriksson, faðir Geirs Hallsteinssonar sem gerði garðinn frægan með handknattleiksliði FH á sínum tíma, og afi Loga Geirssonar, sem var einn af silfurdrengjum landsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Íþróttir Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira