Ljóð sem höfða til tónskáldsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. október 2014 15:30 Ingrid Örk Kjartansdóttir syngur lög Leifs Gunnarssonar við ljóð íslenskra skálda í hádeginu á morgun. Mynd úr einkasafni „Ég hef verið að semja dálítið gott safn af verkum við ljóð íslenskra skálda og hluti af þeim verður fluttur á þessum tónleikum á morgun,“ segir Leifur Gunnarsson, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu. „Ég byrjaði að semja lög við þessi ljóð þegar ég var í námi úti í Danmörku og hef núna í þrjú ár hægt og rólega verið að bæta í safnið.“ Ljóðin eru eftir Huldu, Stein Steinar, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Tómas Guðmundsson og Örn Árnason. Það er Ingrid Örk Kjartansdóttir sem syngur en Leifur spilar sjálfur á kontrabassa og Kjartan Valdemarsson leikur á píanó. „Það er svo sem engin stefna í því hvernig ég hef valið ljóðin,“ segir Leifur. „Ljóðskáldin eru frá mismunandi tímum og mjög ólík innbyrðis, þetta eru bara ljóð sem hafa höfðað til mín.“ Leifur segir tónleikana sniðna að hádegishléum fólks og því séu þeir ekki nema um það bil fjörutíu mínútur að lengd. „Við erum bæði að búa til rými fyrir fólk að ná þessu í hádeginu og kúpla sig frá hversdagsamstrinu og eins er hugsunin sú að þessi tónleikalengd hæfi öllum, fólk geti jafnvel mætt með börnin sín, þótt efnisskráin sé ekki sérsniðin með börn í huga. Á sunnudögum hefjum við leikinn klukkutíma seinna, það er oft erfiðara að koma sér af stað á sunnudögum.“ Þessir fyrstu tónleikarnir í röðinni Jazz í hádeginu verða á morgun klukkan 12.15 og síðan endurteknir á sunnudaginn klukkan 13.15. Þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu verða fluttir 14. og 16. nóvember næstkomandi. Þá mun Sigurður Flosason saxófónleikari flytja sína uppáhaldsstandarda með aðstoð Leifs Gunnarssonar, Agnars Más Magnússonar píanóleikara og Einars Scheving trommuleikara. Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Ég hef verið að semja dálítið gott safn af verkum við ljóð íslenskra skálda og hluti af þeim verður fluttur á þessum tónleikum á morgun,“ segir Leifur Gunnarsson, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu. „Ég byrjaði að semja lög við þessi ljóð þegar ég var í námi úti í Danmörku og hef núna í þrjú ár hægt og rólega verið að bæta í safnið.“ Ljóðin eru eftir Huldu, Stein Steinar, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Tómas Guðmundsson og Örn Árnason. Það er Ingrid Örk Kjartansdóttir sem syngur en Leifur spilar sjálfur á kontrabassa og Kjartan Valdemarsson leikur á píanó. „Það er svo sem engin stefna í því hvernig ég hef valið ljóðin,“ segir Leifur. „Ljóðskáldin eru frá mismunandi tímum og mjög ólík innbyrðis, þetta eru bara ljóð sem hafa höfðað til mín.“ Leifur segir tónleikana sniðna að hádegishléum fólks og því séu þeir ekki nema um það bil fjörutíu mínútur að lengd. „Við erum bæði að búa til rými fyrir fólk að ná þessu í hádeginu og kúpla sig frá hversdagsamstrinu og eins er hugsunin sú að þessi tónleikalengd hæfi öllum, fólk geti jafnvel mætt með börnin sín, þótt efnisskráin sé ekki sérsniðin með börn í huga. Á sunnudögum hefjum við leikinn klukkutíma seinna, það er oft erfiðara að koma sér af stað á sunnudögum.“ Þessir fyrstu tónleikarnir í röðinni Jazz í hádeginu verða á morgun klukkan 12.15 og síðan endurteknir á sunnudaginn klukkan 13.15. Þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu verða fluttir 14. og 16. nóvember næstkomandi. Þá mun Sigurður Flosason saxófónleikari flytja sína uppáhaldsstandarda með aðstoð Leifs Gunnarssonar, Agnars Más Magnússonar píanóleikara og Einars Scheving trommuleikara.
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira