Skutu hrollvekju á fimm dögum á Mýrdalssandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. október 2014 10:30 Myndin er drungaleg framtíðarsýn sem gerist eftir fall siðmenningar. „Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“ RIFF Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
„Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“
RIFF Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira