13.300 á tólf mínútna kreditlista Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Nýjasta mynd Sveppa og félaga verður frumsýnd 31. október næstkomandi. Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira