13.300 á tólf mínútna kreditlista Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Nýjasta mynd Sveppa og félaga verður frumsýnd 31. október næstkomandi. Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira