Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. október 2014 17:00 Ragnar Kjartansson sýnir lifandi myndlist í Skúrnum um helgina. Vísir/Daníel Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portrettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrnum. Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhannsson hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singapore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Funerals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað segirðu?“, hann svarar: „allt ömurlegt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“ Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portrettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrnum. Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhannsson hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singapore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Funerals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað segirðu?“, hann svarar: „allt ömurlegt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“ Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira