8 góðar ástæður fyrir því að þú ættir að hreyfa þig Rikka skrifar 3. nóvember 2014 14:00 Það er gaman að hreyfa sig með öðrum, göngutúrar eru frábærir í það. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum geta 20 mínútur af líkamlegri áreynslu haft jákvæð andleg áhrif í allt að tólf klukkustundir og því vel þess virði að koma sér af stað. Einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru hamingjusamari og ánægðari í lífinu en þeir sem að hreyfa sig ekkert. Hreyfing eykur framleiðslu á taugaboðefninu endorfín eða endogenous morphin, sem stundum er kallað náttúrulegt morfín líkamans og veitir vellíðunartillfiningu. Hreyfing heldur framleiðslu á stresshormónunum kortisóli og adrenalíni í jafnvægi. Fólk sem hreyfir sig er því ekki eins stressað og þeir sem hreyfa sig ekkert. Sannanir eru fyrir því að bein tengsl séu á milli líkamlegrar áreynslu og betri andlegrar heilsu. Þeir sem hreyfa sig reglulega finna síður fyrir þunglyndiseinkennum. Líkamleg áreynsla utandyra skilar betri árangri en sú sem stunduð er innandyra. Þeir sem hreyfðu sig utandyra voru endurnærðari og orkumeiri en innipúkarnir. Þess má geta að þetta var rannsókn sem gerð var erlendis og á kannski ekki alltaf við á okkar ylhýra Íslandi. Það er þó alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Göngutúrar úti í náttúrunni róa okkur mannfólkið meira en göngutúrar í kringum steinsteypu. Það er því um að gera að fara út í skóg og faðma trén reglulega. Við erum líklegri til þess að ná árangri í líkamsrækt ef við veljum okkur íþrótt sem við höfum áhuga á að stunda og finnum jafnvel að við erum nokkuð góð í. Heilsa Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Samkvæmt vísindalegum rannsóknum geta 20 mínútur af líkamlegri áreynslu haft jákvæð andleg áhrif í allt að tólf klukkustundir og því vel þess virði að koma sér af stað. Einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru hamingjusamari og ánægðari í lífinu en þeir sem að hreyfa sig ekkert. Hreyfing eykur framleiðslu á taugaboðefninu endorfín eða endogenous morphin, sem stundum er kallað náttúrulegt morfín líkamans og veitir vellíðunartillfiningu. Hreyfing heldur framleiðslu á stresshormónunum kortisóli og adrenalíni í jafnvægi. Fólk sem hreyfir sig er því ekki eins stressað og þeir sem hreyfa sig ekkert. Sannanir eru fyrir því að bein tengsl séu á milli líkamlegrar áreynslu og betri andlegrar heilsu. Þeir sem hreyfa sig reglulega finna síður fyrir þunglyndiseinkennum. Líkamleg áreynsla utandyra skilar betri árangri en sú sem stunduð er innandyra. Þeir sem hreyfðu sig utandyra voru endurnærðari og orkumeiri en innipúkarnir. Þess má geta að þetta var rannsókn sem gerð var erlendis og á kannski ekki alltaf við á okkar ylhýra Íslandi. Það er þó alltaf hægt að klæða af sér kuldann. Göngutúrar úti í náttúrunni róa okkur mannfólkið meira en göngutúrar í kringum steinsteypu. Það er því um að gera að fara út í skóg og faðma trén reglulega. Við erum líklegri til þess að ná árangri í líkamsrækt ef við veljum okkur íþrótt sem við höfum áhuga á að stunda og finnum jafnvel að við erum nokkuð góð í.
Heilsa Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira