Hver vaktar vörðinn? Skjóðan skrifar 5. nóvember 2014 13:00 FME á að fylgjast með því að farið sé að leikreglum í þessum stórræðum. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME) hyggst ekki sækjast eftir endurskipun. Fjölskylda stjórnarformannsins varð fyrir ónæði af hálfu fjölmiðlamanna eftir að opinskátt varð að stjórnarformaðurinn hafði hagnast gríðarlega á hlutafjáreign í Skeljungi, sem geymd var á bak við nokkur lög eignarhaldsfélaga. Ekki vill stjórnarformaðurinn kannast við að hafa átt önnur samskipti eða viðskipti við Skeljung en að kaupa þar eldsneyti, rétt eins og hver annar bíleigandi. Nú er ekkert að því að hlutabréfaeign sé í eignarhaldsfélögum og heldur ekki að búin séu til nokkur lög eignarhaldsfélaga. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður og flestar lögmætar. Öllu máli skiptir hins vegar að aldrei leiki vafi á því hver hinn endanlegi eigandi er (e. beneficial owner). Þetta þekkja bankastarfsmenn sem séð hafa um fjárfestingar fyrir viðskiptavini bankanna. Strangar reglur gilda um að ávallt verði að kanna uppruna fjármuna sem varið er til fjárfestinga. Tilgangurinn með slíkum reglum er að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem yfirleitt er stundað í þrenns konar tilgangi; að komast undan skattgreiðslum, skjóta sér undan reglum hlutabréfamarkaða t.d. um yfirtökuskyldu og loks til að hreinsa illa fengið fé. Það eru fjármálaeftirlitin sem fylgjast með því að bankar fari eftir þessum reglum. Þess vegna er sérlega óheppilegt þegar lítur út fyrir að stjórnarformaður FME reyni að fela eignarhald sitt á verðmætri hlutabréfaeign. Einnig er óheppilegt að um er að ræða hlutabréf í fyrirtæki sem Íslandsbanki, fyrrverandi vinnuveitandi stjórnarformannsins, leysti til sín og ráðstafaði. Fyrrverandi starfsmenn bankans virðast sumir hafa hagnast vel á þeirri ráðstöfun. Fram hefur komið að bankinn kærði stjórnarformanninn til FME og Sérstaks saksóknara við starfslok fyrir að taka upplýsingar í óleyfi út úr bankanum. Ekki virðist sú kæra hafa vakið sama áhuga og verkgleði á þeim bæjum og kærur á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum íslenskra fjármálafyrirtækja sem féllu í hruninu. FME er ætlað að hafa eftirlit með því að farið sé að reglum á íslenskum fjármálamarkaði en hefur allt frá hruni einbeitt sér að starfsemi fjármálafyrirtækja fyrir hrun en ekki þeirra sem starfa á íslenskum fjármálamarkaði í dag. Frá hruni hafa mörg helstu fyrirtæki landsins verið yfirtekin af bönkum og ráðstafað til nýrra eigenda. Bankastarfsmenn hafa dúkkað upp sem auðmenn í kjölfar endurskipulagningar og ráðstöfunar á þessum fyrirtækjum. Öðrum virðist hafa verið ráðstafað til handvalinna vildarvina bankanna. FME á að fylgjast með því að farið sé að leikreglum í þessum stórræðum. En hver fylgist með FME?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Landspítali eða RÚV? Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. 29. október 2014 12:00 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins (FME) hyggst ekki sækjast eftir endurskipun. Fjölskylda stjórnarformannsins varð fyrir ónæði af hálfu fjölmiðlamanna eftir að opinskátt varð að stjórnarformaðurinn hafði hagnast gríðarlega á hlutafjáreign í Skeljungi, sem geymd var á bak við nokkur lög eignarhaldsfélaga. Ekki vill stjórnarformaðurinn kannast við að hafa átt önnur samskipti eða viðskipti við Skeljung en að kaupa þar eldsneyti, rétt eins og hver annar bíleigandi. Nú er ekkert að því að hlutabréfaeign sé í eignarhaldsfélögum og heldur ekki að búin séu til nokkur lög eignarhaldsfélaga. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður og flestar lögmætar. Öllu máli skiptir hins vegar að aldrei leiki vafi á því hver hinn endanlegi eigandi er (e. beneficial owner). Þetta þekkja bankastarfsmenn sem séð hafa um fjárfestingar fyrir viðskiptavini bankanna. Strangar reglur gilda um að ávallt verði að kanna uppruna fjármuna sem varið er til fjárfestinga. Tilgangurinn með slíkum reglum er að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem yfirleitt er stundað í þrenns konar tilgangi; að komast undan skattgreiðslum, skjóta sér undan reglum hlutabréfamarkaða t.d. um yfirtökuskyldu og loks til að hreinsa illa fengið fé. Það eru fjármálaeftirlitin sem fylgjast með því að bankar fari eftir þessum reglum. Þess vegna er sérlega óheppilegt þegar lítur út fyrir að stjórnarformaður FME reyni að fela eignarhald sitt á verðmætri hlutabréfaeign. Einnig er óheppilegt að um er að ræða hlutabréf í fyrirtæki sem Íslandsbanki, fyrrverandi vinnuveitandi stjórnarformannsins, leysti til sín og ráðstafaði. Fyrrverandi starfsmenn bankans virðast sumir hafa hagnast vel á þeirri ráðstöfun. Fram hefur komið að bankinn kærði stjórnarformanninn til FME og Sérstaks saksóknara við starfslok fyrir að taka upplýsingar í óleyfi út úr bankanum. Ekki virðist sú kæra hafa vakið sama áhuga og verkgleði á þeim bæjum og kærur á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum íslenskra fjármálafyrirtækja sem féllu í hruninu. FME er ætlað að hafa eftirlit með því að farið sé að reglum á íslenskum fjármálamarkaði en hefur allt frá hruni einbeitt sér að starfsemi fjármálafyrirtækja fyrir hrun en ekki þeirra sem starfa á íslenskum fjármálamarkaði í dag. Frá hruni hafa mörg helstu fyrirtæki landsins verið yfirtekin af bönkum og ráðstafað til nýrra eigenda. Bankastarfsmenn hafa dúkkað upp sem auðmenn í kjölfar endurskipulagningar og ráðstöfunar á þessum fyrirtækjum. Öðrum virðist hafa verið ráðstafað til handvalinna vildarvina bankanna. FME á að fylgjast með því að farið sé að leikreglum í þessum stórræðum. En hver fylgist með FME?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49 Landspítali eða RÚV? Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. 29. október 2014 12:00 Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00 Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ekki sama hver lánar Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008. 16. október 2014 09:49
Landspítali eða RÚV? Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu. 29. október 2014 12:00
Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við erlend fyrirtæki. Á það jafnt við um samkeppni á erlendum mörkuðum og samkeppni á innanlandsmarkaði. Löggjafinn hefur reynt að styrkja samkeppnisstöðu innlendra matvælaframleiðenda gagnvart innflutningi með hvers kyns viðskiptahömlum og tollavernd. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að undanskilja einstaka þætti innlendrar matvælaframleiðslu almennum samkeppnisreglum. 22. október 2014 13:00
Heilræði til RÚV Ríkisútvarpið (RÚV) er í slíkum fjárhagskröggum að það hefur neyðst til að leita á náðir kröfuhafa sinna og semja um frestun til áramóta á afborgun af skuldabréfi, sem var á gjalddaga í síðustu viku. Svo sem við var að búast setti Kauphöllin skuldabréf RÚV á athugunarlista við þessi tíðindi enda geta þau bent til þess að RÚV sé ógjaldfært fyrirtæki sem stefnir í gjaldþrot. 9. október 2014 10:00