Caribou
Listasafn Reykjavíkur laugardagskvöld
Iceland Airwaves
Bandaríski stærðfræðidoktorinn Dan Snaith er maðurinn á bak við hljómsveitina Caribou, sem hefur komið áður hingað til lands.
Snaith mætti á sviðið með þremur samstarfsmönnum sínum og voru þeir allir hvítklæddir. Hljóðfærum þeirra hafði verið stillt upp nánast í hring og á bak við þá var búið að koma upp blikkandi ljósum.
Caribou náði upp fínni stemningu í Hafnarhúsinu og reyndi fólk hvað það gat til að dansa í mannmergðinni, enda tónlistin dansvæn með lifandi undirleik sem gætti hana auknu lífi.
Tónlistin heillaði mann reyndar ekki upp úr skónum en hentaði samt vel seint á laugardagskvöldi með tilheyrandi ljósasýningu.
Niðurstaða: Caribou náði upp góðri stemningu í Hafnarhúsinu.
Hvítklæddir og dansvænir
