Sólstafir í tónlist Áskels Jónas Sen skrifar 12. nóvember 2014 12:00 Kammersinfónía og fleiri verk. Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson. Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson.
Gagnrýni Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira