Fagnar þremur stórum áföngum Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 11:30 Djasstónlistarmaðurinn heldur tónleika í Björtuloftum í kvöld. Mynd/Ólafur már Svavarsson Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is. Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is.
Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira