TV on the Radio bætist við Sónar Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 08:30 Meðlimir hljómsveitarinnar TV on the Radio sem spilar á Sónar Reykjavík á næsta ári. Vísir/Getty Fjórtán flytjendur hafa bæst við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, þar á meðal bandaríska hljómsveitin TV on the Radio. Hún lék einmitt á Iceland Airwaves-hátíðinni snemma á ferli sínum árið 2003 og hefur síðan náð vinsældum og aðdáun tónlistarspekúlanta fyrir tónlist sína. Þar hafa David Bowie, David Byrne, Trent Reznor og fleiri lagt sveitinni lið. Aðrir sem hafa bæst við eru Elliphant frá Svíþjóð, breska sveitin Kindness, Daniel Miller, Sophie og Randomer sem koma öll frá Bretlandi, Sin Fang, Ghostigital, Fufanu, Gervisykur, Sean Danke, Exos, DJ Yamaho og DJ Margeir. Daniel Miller er einn af brautryðjendum raftónlistarinnar, bæði sem listamaðurinn The Normal og meðlimur sveitarinnar Silicon Teens. Hann stofnaði plötuútgáfuna Mute sem hafði á sínum snærum listamenn á borð við Depeche Mode og Yazoo. Hann kemur fram á hátíðinni sem plötusnúður. Danstónlist Elliphant hefur verið líkt við verk Major Lazer og M.I.A., en eftir töluverðar vinsældir lagsins Down of Life hefur hún unnið með Diplo, Skrillex og Niki & The Dove að nýju efni Þegar hafa verið tilkynntir á Sónar-hátíðina, sem verður haldin í febrúar á næsta ári, flytjendur á borð við Skrillex, Paul Kalkbrenner, Mugison og Uni Stefson. Sónar Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjórtán flytjendur hafa bæst við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, þar á meðal bandaríska hljómsveitin TV on the Radio. Hún lék einmitt á Iceland Airwaves-hátíðinni snemma á ferli sínum árið 2003 og hefur síðan náð vinsældum og aðdáun tónlistarspekúlanta fyrir tónlist sína. Þar hafa David Bowie, David Byrne, Trent Reznor og fleiri lagt sveitinni lið. Aðrir sem hafa bæst við eru Elliphant frá Svíþjóð, breska sveitin Kindness, Daniel Miller, Sophie og Randomer sem koma öll frá Bretlandi, Sin Fang, Ghostigital, Fufanu, Gervisykur, Sean Danke, Exos, DJ Yamaho og DJ Margeir. Daniel Miller er einn af brautryðjendum raftónlistarinnar, bæði sem listamaðurinn The Normal og meðlimur sveitarinnar Silicon Teens. Hann stofnaði plötuútgáfuna Mute sem hafði á sínum snærum listamenn á borð við Depeche Mode og Yazoo. Hann kemur fram á hátíðinni sem plötusnúður. Danstónlist Elliphant hefur verið líkt við verk Major Lazer og M.I.A., en eftir töluverðar vinsældir lagsins Down of Life hefur hún unnið með Diplo, Skrillex og Niki & The Dove að nýju efni Þegar hafa verið tilkynntir á Sónar-hátíðina, sem verður haldin í febrúar á næsta ári, flytjendur á borð við Skrillex, Paul Kalkbrenner, Mugison og Uni Stefson.
Sónar Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira