Leikarar verða berskjaldaðir án orða Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 13:00 Stefán Benedikt: „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. Mynd: Skýjasmiðjan Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu. Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu.
Menning Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira