Leikarar verða berskjaldaðir án orða Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 13:00 Stefán Benedikt: „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. Mynd: Skýjasmiðjan Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira