Brynjar hefði aldrei staðið upp aftur ef ég ætlaði að meiða hann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2014 00:01 Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. Vísir/Ernir „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósáttur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi.Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar.Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í höndina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ Brotin tvö má sjá hér að neðan.Seinna brotið á dögunum. Brotið í febrúar síðastliðnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53 Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28 Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. 7. nóvember 2014 21:53
Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær. 7. nóvember 2014 20:28
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni. 12. nóvember 2014 12:09