Kjötrembingur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Mér þykir kjöt ákaflega gott á bragðið. Góðar líkur eru á að þér þyki það líka. Hvort sem um er að ræða rjúkandi sunnudagslæri með grænu ORA-slími eða léttpipraða nautasteik. Þetta leikur við bragðlaukana og fyllir magann vel. Samt tók ég þá ákvörðun að hætta að borða kjöt. Straffið er reyndar tímabundið. Ég ákvað að prófa nóvember án kjöts og sjá svo til. Og ég er ekki orðinn meiri grænmetisæta en svo að ég borða enn þá fisk. Eftir tvær vikur af tilraunamennsku í eldhúsinu og ógrynni af kornstöngum frá Júmbó líður mér ágætlega. Þetta er pínu meira vesen, ég viðurkenni það alveg, því það er kjöt í svo mörgu en tilraunin hefur verið góð viljastyrksæfing og hefur aukið hugmyndaflug mitt til muna þegar kemur að mat. Eitt þykir mér þó undarlegt og það eru viðbrögð fólks við ákvörðun minni. „Af hverju í ósköpunum?,“ spyrja margir og ég er í rauninni ekki með neitt svar. Af hverju ekki? Sumir prófa lágkolvetnakúrinn, Paleo, Atkins, danska kúrinn og fólk lætur sér fátt um finnast. En að hætta að borða kjöt? „Ertu búinn að missa vitið?“ Það þýðir lítið að eiga við kjötbullurnar en jafn undarleg þykja mér hófstilltu viðbrögðin. „Þetta gæti ég aldrei.“ Ertu alveg viss? Meinarðu ekki frekar; „Þessu hef ég ekki áhuga á“? Þetta er nefnilega ekki neitt mál og þú gætir þetta alveg ef þú vildir. Ég ætla samt að sleppa hroka í garð kjötæta því ég tilheyri þeim hópi sjálfur. Vonandi verður tilraunin til þess að ég borði minna kjöt en áður. Setji aðeins meira af grænu á diskinn minn. Læri að elda án kjöts. Sleppi kjötinu jafnvel alfarið tvisvar til þrisvar í viku. Mögulega án þess að taka eftir því. Það er bæði umhverfisvænt og hollt. Færri dýrum er slátrað og maður er ekki þrútinn af beikonbjúg alla daga. En þið kjötrembur þarna úti, þið eruð okkur kjötætum öllum til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Mér þykir kjöt ákaflega gott á bragðið. Góðar líkur eru á að þér þyki það líka. Hvort sem um er að ræða rjúkandi sunnudagslæri með grænu ORA-slími eða léttpipraða nautasteik. Þetta leikur við bragðlaukana og fyllir magann vel. Samt tók ég þá ákvörðun að hætta að borða kjöt. Straffið er reyndar tímabundið. Ég ákvað að prófa nóvember án kjöts og sjá svo til. Og ég er ekki orðinn meiri grænmetisæta en svo að ég borða enn þá fisk. Eftir tvær vikur af tilraunamennsku í eldhúsinu og ógrynni af kornstöngum frá Júmbó líður mér ágætlega. Þetta er pínu meira vesen, ég viðurkenni það alveg, því það er kjöt í svo mörgu en tilraunin hefur verið góð viljastyrksæfing og hefur aukið hugmyndaflug mitt til muna þegar kemur að mat. Eitt þykir mér þó undarlegt og það eru viðbrögð fólks við ákvörðun minni. „Af hverju í ósköpunum?,“ spyrja margir og ég er í rauninni ekki með neitt svar. Af hverju ekki? Sumir prófa lágkolvetnakúrinn, Paleo, Atkins, danska kúrinn og fólk lætur sér fátt um finnast. En að hætta að borða kjöt? „Ertu búinn að missa vitið?“ Það þýðir lítið að eiga við kjötbullurnar en jafn undarleg þykja mér hófstilltu viðbrögðin. „Þetta gæti ég aldrei.“ Ertu alveg viss? Meinarðu ekki frekar; „Þessu hef ég ekki áhuga á“? Þetta er nefnilega ekki neitt mál og þú gætir þetta alveg ef þú vildir. Ég ætla samt að sleppa hroka í garð kjötæta því ég tilheyri þeim hópi sjálfur. Vonandi verður tilraunin til þess að ég borði minna kjöt en áður. Setji aðeins meira af grænu á diskinn minn. Læri að elda án kjöts. Sleppi kjötinu jafnvel alfarið tvisvar til þrisvar í viku. Mögulega án þess að taka eftir því. Það er bæði umhverfisvænt og hollt. Færri dýrum er slátrað og maður er ekki þrútinn af beikonbjúg alla daga. En þið kjötrembur þarna úti, þið eruð okkur kjötætum öllum til skammar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun