Skemmtileg tónlist og hæfir öllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 13:30 "Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir Anna Hugadóttir, ein úr hópnum. Mynd/Ólafur Kr Ólafsson Efnisskrá tónleikanna Barokk í Breiðholtinu, sem verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld klukkan 20, er ítölsk og þýsk að uppruna. „Þetta er aðgengileg tónlist eftir Corelli, Vivaldi, Buxtehude og Telemann auk þess sem við flytjum líka tónsmíð eftir eina úr hópnum, Kristínu Lárusdóttur,“ segir Anna Hugadóttir, ein tíu kvenna í kammerhópnum ReykjavíkBarokk. Tónleikarnir eru haldnir á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, og Anna segir þá upptaktinn að stærra og meira verkefni. „Við höfum á stefnuskránni að fara með barokktónlistina á staði sem hún hefur ekki fengið að hljóma á hingað til. Það skiptir okkur miklu máli að sem flestir fái að heyra þessa músík. Hún spannar allan tilfinningaskalann, er skemmtileg og hæfir öllum. Það eru bara svo fáir sem hafa tækifæri til að hlýða á hana spilaða á upprunahljóðfæri með girnisstrengjum og öllu. Því ætlum við að fara í skólana, á elliheimilin og í félagsmiðstöðvarnar og erum að búa til prógramm fyrir vorið.“ Hópurinn hefur aðsetur í Fella- og Hólakirkju og Anna segir hann hrifinn af Breiðholtinu, enda sé mikil gróska þar. „Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir hún. „Þessi tónlist á heima alls staðar.“ Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður fyrir tveimur árum af sex konum og hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, Listahátíð í Reykjavík og Barokksmiðju Hólastiftis. Hann skipa nú Guðný Einarsdóttir, semballeikari og organisti, Judith Pamela Tobin, semballeikari og organisti, Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Anna Hugadóttir víóluleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Kristín Lárusdóttir á barokkþverflautu traverso og Magnea Árnadóttir á viola da gamba. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Efnisskrá tónleikanna Barokk í Breiðholtinu, sem verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld klukkan 20, er ítölsk og þýsk að uppruna. „Þetta er aðgengileg tónlist eftir Corelli, Vivaldi, Buxtehude og Telemann auk þess sem við flytjum líka tónsmíð eftir eina úr hópnum, Kristínu Lárusdóttur,“ segir Anna Hugadóttir, ein tíu kvenna í kammerhópnum ReykjavíkBarokk. Tónleikarnir eru haldnir á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, og Anna segir þá upptaktinn að stærra og meira verkefni. „Við höfum á stefnuskránni að fara með barokktónlistina á staði sem hún hefur ekki fengið að hljóma á hingað til. Það skiptir okkur miklu máli að sem flestir fái að heyra þessa músík. Hún spannar allan tilfinningaskalann, er skemmtileg og hæfir öllum. Það eru bara svo fáir sem hafa tækifæri til að hlýða á hana spilaða á upprunahljóðfæri með girnisstrengjum og öllu. Því ætlum við að fara í skólana, á elliheimilin og í félagsmiðstöðvarnar og erum að búa til prógramm fyrir vorið.“ Hópurinn hefur aðsetur í Fella- og Hólakirkju og Anna segir hann hrifinn af Breiðholtinu, enda sé mikil gróska þar. „Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir hún. „Þessi tónlist á heima alls staðar.“ Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður fyrir tveimur árum af sex konum og hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, Listahátíð í Reykjavík og Barokksmiðju Hólastiftis. Hann skipa nú Guðný Einarsdóttir, semballeikari og organisti, Judith Pamela Tobin, semballeikari og organisti, Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Anna Hugadóttir víóluleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Kristín Lárusdóttir á barokkþverflautu traverso og Magnea Árnadóttir á viola da gamba.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira