Hátíðleg tónlist frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 12:00 "Við fengum bara landsliðið,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar. „Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994. Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994.
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira