Höldum okkur við staðreyndir Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. nóvember 2014 06:00 Það liggja mörg handtök að baki, mikið hugvit, áræðni, þolinmæði og margt sem prýðir margt gott fólk, í þeirri vegferð Íslendinga að fá meira fyrir hvert kíló af fiski en allar aðrar þjóðir. Vegna þessa árangurs hefur tekist að gera svo margt. Hér á landi hafa verið unnin ótrúlegustu afrek í þróun í verkun, vinnslu og veiðum. Árangurinn talar sínu máli. Með þá vissu að á hrunárinu, 2008, var eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja neikvætt um áttatíu milljarða króna, en er nú jákvætt um 107 milljarða, er ástæða til að bera sig vel. Þessi árangur einnar atvinnugreinar hlýtur að vera einstakur, hið minnsta fátíður. Svo merkilegur er þessi mikli viðsnúningur. Og honum ber að fagna. Íslenski sjávarklasinn, sem er eitt það merkilegasta í nýsköpun á Íslandi, hefur tekið saman skýrslu um stöðu sjávarútvegsins í lok árs 2013. Þar má lesa að á síðasta ári var hlutdeild sjávarklasans í vergri þjóðarframleiðslu 25 til 30 prósent, að 25.000 starfsmenn eru í sjávarklasanum, að á árinu 2013 veiddum við Íslendingar 1.363.000 tonn af fiski, að útflutningsverðmætið var 272 milljarðar, að uppsjávaraflinn dróst saman um 120 þúsund tonn, að veitt var 86 þúsund tonnum meira af bolfiski en árið á undan, að tólf prósent vöxtur var hjá tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum, að frá árinu 2008 hefur nemendum í sjávarútvegstengdu námi fjölgað um 73 prósent, að frá því að makrílveiðar hófust hér, árið 2007, hefur útflutningsverðmæti makríls numið rétt um eitt hundrað milljörðum króna, að nú eru í smíðum að minnsta kosti tíu stór og afkastamikil veiðiskip fyrir íslenskar útgerðir, þjónustufyrirtækin mörg hver tvöfalda verkefni sín á milli ára, að arðgreiðslur stærstu fyrirtækjanna eru stundum tvöfalt meiri en það sem þau borga í veiðigjald. Hér eru staðreyndir sem ber að huga. Hafa verður samt hugfast að þetta jákvæða á ekki við um allar útgerðir. Því miður. Síðasta ríkisstjórn tók ákvörðun, þegar hún setti á sérstaka veiðigjaldið og hvernig það lagðist á fyrirtækin, að fækka smærri útgerðum, hún sá til þess að sumar þeirra smærri gáfust upp og þær stærri keyptu þær minni upp. Núverandi ríkisstjórn sagðist ætla að breyta þessu, en sama þróun er í gangi. Nýjasta dæmið er sennilega sala á Gullbergi á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Framundan eru mikil átök um framtíðarskipan sjávarútvegs á Íslandi. Ekki er hægt að skilja sjávarútvegsráðherrann á annan veg en þann að hann muni leggja til það sem hann kallar hóflegt veiðigjald, lesist lágt veiðigjald. Sjávarútvegurinn er glæsileg atvinnugrein. Í stað þess að gera þjóðinni sem mesta og besta grein fyrir hvernig hefur tiltekist, er nú gripið til þess að segja þá sem óttast áform ríkisvaldsins ekki þekkja til, ekki skilja og ekki vita. Það er kallað eftir opinni og upplýstri umræðu um framtíðarplanið. Umræðu byggðri á rökum, ekki ágiskun eða áróðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Það liggja mörg handtök að baki, mikið hugvit, áræðni, þolinmæði og margt sem prýðir margt gott fólk, í þeirri vegferð Íslendinga að fá meira fyrir hvert kíló af fiski en allar aðrar þjóðir. Vegna þessa árangurs hefur tekist að gera svo margt. Hér á landi hafa verið unnin ótrúlegustu afrek í þróun í verkun, vinnslu og veiðum. Árangurinn talar sínu máli. Með þá vissu að á hrunárinu, 2008, var eigið fé íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja neikvætt um áttatíu milljarða króna, en er nú jákvætt um 107 milljarða, er ástæða til að bera sig vel. Þessi árangur einnar atvinnugreinar hlýtur að vera einstakur, hið minnsta fátíður. Svo merkilegur er þessi mikli viðsnúningur. Og honum ber að fagna. Íslenski sjávarklasinn, sem er eitt það merkilegasta í nýsköpun á Íslandi, hefur tekið saman skýrslu um stöðu sjávarútvegsins í lok árs 2013. Þar má lesa að á síðasta ári var hlutdeild sjávarklasans í vergri þjóðarframleiðslu 25 til 30 prósent, að 25.000 starfsmenn eru í sjávarklasanum, að á árinu 2013 veiddum við Íslendingar 1.363.000 tonn af fiski, að útflutningsverðmætið var 272 milljarðar, að uppsjávaraflinn dróst saman um 120 þúsund tonn, að veitt var 86 þúsund tonnum meira af bolfiski en árið á undan, að tólf prósent vöxtur var hjá tæknifyrirtækjum í sjávarklasanum, að frá árinu 2008 hefur nemendum í sjávarútvegstengdu námi fjölgað um 73 prósent, að frá því að makrílveiðar hófust hér, árið 2007, hefur útflutningsverðmæti makríls numið rétt um eitt hundrað milljörðum króna, að nú eru í smíðum að minnsta kosti tíu stór og afkastamikil veiðiskip fyrir íslenskar útgerðir, þjónustufyrirtækin mörg hver tvöfalda verkefni sín á milli ára, að arðgreiðslur stærstu fyrirtækjanna eru stundum tvöfalt meiri en það sem þau borga í veiðigjald. Hér eru staðreyndir sem ber að huga. Hafa verður samt hugfast að þetta jákvæða á ekki við um allar útgerðir. Því miður. Síðasta ríkisstjórn tók ákvörðun, þegar hún setti á sérstaka veiðigjaldið og hvernig það lagðist á fyrirtækin, að fækka smærri útgerðum, hún sá til þess að sumar þeirra smærri gáfust upp og þær stærri keyptu þær minni upp. Núverandi ríkisstjórn sagðist ætla að breyta þessu, en sama þróun er í gangi. Nýjasta dæmið er sennilega sala á Gullbergi á Seyðisfirði til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Framundan eru mikil átök um framtíðarskipan sjávarútvegs á Íslandi. Ekki er hægt að skilja sjávarútvegsráðherrann á annan veg en þann að hann muni leggja til það sem hann kallar hóflegt veiðigjald, lesist lágt veiðigjald. Sjávarútvegurinn er glæsileg atvinnugrein. Í stað þess að gera þjóðinni sem mesta og besta grein fyrir hvernig hefur tiltekist, er nú gripið til þess að segja þá sem óttast áform ríkisvaldsins ekki þekkja til, ekki skilja og ekki vita. Það er kallað eftir opinni og upplýstri umræðu um framtíðarplanið. Umræðu byggðri á rökum, ekki ágiskun eða áróðri.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun