Gráhærður unglingur í foreldrahúsum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 15:00 "Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Vilhelm „Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira