Færri feður í fæðingarorlof Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir hrun. vísir/getty Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Sjá meira
Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Sjá meira