Frumbirta jólalag sitt í Fréttablaðinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Nýja lagið er bræðingur af lögum Prins Póló og Braga. Vísir/GVA/Valli „Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra. Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra.
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira