Hrífandi söngur, grár fiðluleikur Jónas Sen skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir „Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur. Gagnrýni Menning Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira