Vil ekki hafa nágrannana syfjaða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 14:00 "Ég get ekki þakkað nógsamlega fyrir að fá að gera það sem mér finnst skemmtilegast,“ segir Hallveig. Vísir/GVA Við Hallveig ákveðum að hittast á Kaffi Vest, einu heitasta kaffihúsi bæjarins núna. Hún er að koma úr Neskirkju þar sem hún hefur umsjón með útfararsöng. Ég velti fyrir mér hvort kliður og kaffimölunarhljóð spilli viðtalinu en þegar Hallveig byrjar að tala hverfa þær áhyggjur. Rödd hennar er hljómmikil, eins og vænta má hjá söngkonu, og hún segir vel frá. Við byrjum á helstu viðfangsefnum hennar um þessar mundir. „Það er bara búið að vera brjálað að gera síðan ég fékk verðlaun sem söngkona ársins. Ég veit ekki nákvæmlega hvort það er þeim að þakka, þau voru nú bara afhent í hádeginu þannig að ég fékk ekki að vera í sjónvarpinu,“ segir hún glaðlega. „En mér gekk vel í Carmen og eftir það kom verkefnasprenging. Ég er bara í tísku núna!“Einblíndi ekki á óperuna Hallveig söng í óperunni Don Carlo í haust í Íslensku óperunni. „Ég var í mjög litlu hlutverki í Don Carlo, en óskaplega fallegu, sem hét Rödd af himnum og söng á áhrifamiklu augnabliki í sýningunni. Mér fannst ofboðslega gaman að vera með. Þetta var svo vel heppnuð uppfærsla.“ Hún kveðst ekki hafa einblínt á óperusöng þegar hún kom úr framhaldsnámi sumarið 2001 enda ekki verið í óperudeild í skólanum Guildhall School of Music and Drama í London. „Ég lauk bara einsöngvaranámi, mig langaði að gera svo margt, syngja barokk, ljóð og nútímatónlist og hef frumflutt gríðarmikið af músík, sumt af henni hefur verið skrifað fyrir mig.“ Spurð hvort hún æfi sig heima í stofu svarar Hallveig: „Ég kenni í Söngskóla Sigurðar Demetz og fæ að æfa mig þar. Stundum er ekkert þægilegt að vera heima. Nágrannahjón mín vinna vaktavinnu. Alltaf þegar ég æfi mig kíki ég út til að gá hvort bíllinn sé heima. Þau eru sko bæði flugumferðarstjórar og ég vil ekki hafa þau syfjuð í vinnunni.“ Hallveig er úr söngelskri fjölskyldu. Móðir hennar, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, var kórstjóri í Garðabæ, faðirinn, Rúnar Einarsson rafvirki, söng alla tíð í Pólýfónkórnum. Systkini hennar þrjú, Hildigunnur, Þorbjörn og Ólafur, eru öll lærðir söngvarar en Hildigunnur tónskáld að aðalstarfi. Svo segir Hallveig sönghópinn Hljómeyki vera „stóra systkinið“ sitt, hann hafi verið stofnaður nokkrum mánuðum áður en hún fæddist, eða í mars 1974 af foreldrum hennar, móðursystrum, mönnum þeirra og fleira fólki. Ekki vill hún þó meina að sungið hafi verið stanslaust frá morgni til kvölds á æskuheimilinu. „Við sungum auðvitað töluvert, samt kannski ekki eins mikið og fólk heldur en þegar stórfjölskyldan hittist hjá ömmu, Hildigunni Halldórsdóttur, þá var safnast við hljóðfærið. Amma gerði líka marga fallega texta og lög sem við gáfum út á bók á þessu ári. Hún heitir Óskasteinar og er fyrir börn. Svo gaf allur ættboginn út geisladisk sem fylgir bókinni, þar syngja þrjár kynslóðir, þetta var hrikalega skemmtilegt verkefni.“Fólk þarf að geta vanist lögum Sjálf er Hallveig nýbúin að gefa út diskinn Í ást sólar, sem hefur verið lengi í farvatninu. „Þessi diskur var tekinn upp 2007 og átti að koma út 2008. Þetta er hrundiskur og hin yndislega mynd á honum af Íslandi í ólgusjó eftir Daða Guðbjörnsson er einmitt máluð rétt eftir hrun. Mér finnst það frábær tilviljun af því að diskurinn á þessa sögu.“ Á diskinum eru aðallega nýleg íslensk sönglög. „Margir hugsa um Draumalandið og Hamraborgina þegar þeir heyra minnst á íslensk sönglög en það hefur mikið verið skrifað af fallegri söngtónlist eftir að þau voru samin. Mig langaði að kynna sýnishorn af henni. Fólk þarf að geta vanist lögum og þau þurfa að vera aðgengileg. Til dæmis ættu nóturnar að vera til í tónlistarskólum. Stór partur af leikhúslögunum hans Atla Heimis er til dæmis lítið fluttur. Síðan langaði okkur að gefa út Ljóðaljóðin eftir Pál Ísólfsson. Þau eru meðal höfuðverka íslenskrar tónlistarsögu og alveg gríðarlega flott músík. Við tókum þau upp aftur 2010 og ég er ánægð með það.“ Hallveig viðurkennir að liðið hafi nokkrir dagar frá því diskurinn kom út þar til hún setti hann undir geislann. „Mér finnst erfitt að hlusta á sjálfa mig. Hugsa alltaf: Þarna hefði ég… En þá er líka gott að vera kominn með fjarlægðina. Það er enn erfiðara þegar maður er nýbúinn að taka upp.“ Hallveig er gift Jóni Heiðari Þorsteinssyni markaðsfræðingi og þau eiga 14 ára dótturina Ragnheiði Dóru sem auðvitað er syngjandi og er í Stúlknakór Reykjavíkur. Þær mæðgur komu fram á sömu tónleikum um síðustu helgi, auk þess sem Hallveig söng á bókamessu. Fram undan eru ótal verkefni hjá henni. Hún syngur á bókamessu um helgina og á morgun flytja hún og Gerrit Schuil lög Hugos Wolf í Hannesarholti. Um næstu helgi er hún að syngja í jólaóratóríu Bach í Neskirkju og helgina þar á eftir fer hún til Danmerkur og Svíþjóðar að taka þátt í Messíasarverkefni sem verður flutt hér í janúar. „Við verðum 12 söngvarar með lítilli barokksveit og enginn stjórnandi. Þetta verður rosa gaman,“ segir hún spennt. „Ég get ekki þakkað nógsamlega fyrir að fá að gera það sem mér finnst skemmtilegast, þótt það geti verið erfitt og ótryggt og maður verði ekki ríkur af því.“ Ekki einu sinni þegar svona mikið er að gera? Skellihlæjandi: „Jú, þá er maður aðeins ríkari.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við Hallveig ákveðum að hittast á Kaffi Vest, einu heitasta kaffihúsi bæjarins núna. Hún er að koma úr Neskirkju þar sem hún hefur umsjón með útfararsöng. Ég velti fyrir mér hvort kliður og kaffimölunarhljóð spilli viðtalinu en þegar Hallveig byrjar að tala hverfa þær áhyggjur. Rödd hennar er hljómmikil, eins og vænta má hjá söngkonu, og hún segir vel frá. Við byrjum á helstu viðfangsefnum hennar um þessar mundir. „Það er bara búið að vera brjálað að gera síðan ég fékk verðlaun sem söngkona ársins. Ég veit ekki nákvæmlega hvort það er þeim að þakka, þau voru nú bara afhent í hádeginu þannig að ég fékk ekki að vera í sjónvarpinu,“ segir hún glaðlega. „En mér gekk vel í Carmen og eftir það kom verkefnasprenging. Ég er bara í tísku núna!“Einblíndi ekki á óperuna Hallveig söng í óperunni Don Carlo í haust í Íslensku óperunni. „Ég var í mjög litlu hlutverki í Don Carlo, en óskaplega fallegu, sem hét Rödd af himnum og söng á áhrifamiklu augnabliki í sýningunni. Mér fannst ofboðslega gaman að vera með. Þetta var svo vel heppnuð uppfærsla.“ Hún kveðst ekki hafa einblínt á óperusöng þegar hún kom úr framhaldsnámi sumarið 2001 enda ekki verið í óperudeild í skólanum Guildhall School of Music and Drama í London. „Ég lauk bara einsöngvaranámi, mig langaði að gera svo margt, syngja barokk, ljóð og nútímatónlist og hef frumflutt gríðarmikið af músík, sumt af henni hefur verið skrifað fyrir mig.“ Spurð hvort hún æfi sig heima í stofu svarar Hallveig: „Ég kenni í Söngskóla Sigurðar Demetz og fæ að æfa mig þar. Stundum er ekkert þægilegt að vera heima. Nágrannahjón mín vinna vaktavinnu. Alltaf þegar ég æfi mig kíki ég út til að gá hvort bíllinn sé heima. Þau eru sko bæði flugumferðarstjórar og ég vil ekki hafa þau syfjuð í vinnunni.“ Hallveig er úr söngelskri fjölskyldu. Móðir hennar, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, var kórstjóri í Garðabæ, faðirinn, Rúnar Einarsson rafvirki, söng alla tíð í Pólýfónkórnum. Systkini hennar þrjú, Hildigunnur, Þorbjörn og Ólafur, eru öll lærðir söngvarar en Hildigunnur tónskáld að aðalstarfi. Svo segir Hallveig sönghópinn Hljómeyki vera „stóra systkinið“ sitt, hann hafi verið stofnaður nokkrum mánuðum áður en hún fæddist, eða í mars 1974 af foreldrum hennar, móðursystrum, mönnum þeirra og fleira fólki. Ekki vill hún þó meina að sungið hafi verið stanslaust frá morgni til kvölds á æskuheimilinu. „Við sungum auðvitað töluvert, samt kannski ekki eins mikið og fólk heldur en þegar stórfjölskyldan hittist hjá ömmu, Hildigunni Halldórsdóttur, þá var safnast við hljóðfærið. Amma gerði líka marga fallega texta og lög sem við gáfum út á bók á þessu ári. Hún heitir Óskasteinar og er fyrir börn. Svo gaf allur ættboginn út geisladisk sem fylgir bókinni, þar syngja þrjár kynslóðir, þetta var hrikalega skemmtilegt verkefni.“Fólk þarf að geta vanist lögum Sjálf er Hallveig nýbúin að gefa út diskinn Í ást sólar, sem hefur verið lengi í farvatninu. „Þessi diskur var tekinn upp 2007 og átti að koma út 2008. Þetta er hrundiskur og hin yndislega mynd á honum af Íslandi í ólgusjó eftir Daða Guðbjörnsson er einmitt máluð rétt eftir hrun. Mér finnst það frábær tilviljun af því að diskurinn á þessa sögu.“ Á diskinum eru aðallega nýleg íslensk sönglög. „Margir hugsa um Draumalandið og Hamraborgina þegar þeir heyra minnst á íslensk sönglög en það hefur mikið verið skrifað af fallegri söngtónlist eftir að þau voru samin. Mig langaði að kynna sýnishorn af henni. Fólk þarf að geta vanist lögum og þau þurfa að vera aðgengileg. Til dæmis ættu nóturnar að vera til í tónlistarskólum. Stór partur af leikhúslögunum hans Atla Heimis er til dæmis lítið fluttur. Síðan langaði okkur að gefa út Ljóðaljóðin eftir Pál Ísólfsson. Þau eru meðal höfuðverka íslenskrar tónlistarsögu og alveg gríðarlega flott músík. Við tókum þau upp aftur 2010 og ég er ánægð með það.“ Hallveig viðurkennir að liðið hafi nokkrir dagar frá því diskurinn kom út þar til hún setti hann undir geislann. „Mér finnst erfitt að hlusta á sjálfa mig. Hugsa alltaf: Þarna hefði ég… En þá er líka gott að vera kominn með fjarlægðina. Það er enn erfiðara þegar maður er nýbúinn að taka upp.“ Hallveig er gift Jóni Heiðari Þorsteinssyni markaðsfræðingi og þau eiga 14 ára dótturina Ragnheiði Dóru sem auðvitað er syngjandi og er í Stúlknakór Reykjavíkur. Þær mæðgur komu fram á sömu tónleikum um síðustu helgi, auk þess sem Hallveig söng á bókamessu. Fram undan eru ótal verkefni hjá henni. Hún syngur á bókamessu um helgina og á morgun flytja hún og Gerrit Schuil lög Hugos Wolf í Hannesarholti. Um næstu helgi er hún að syngja í jólaóratóríu Bach í Neskirkju og helgina þar á eftir fer hún til Danmerkur og Svíþjóðar að taka þátt í Messíasarverkefni sem verður flutt hér í janúar. „Við verðum 12 söngvarar með lítilli barokksveit og enginn stjórnandi. Þetta verður rosa gaman,“ segir hún spennt. „Ég get ekki þakkað nógsamlega fyrir að fá að gera það sem mér finnst skemmtilegast, þótt það geti verið erfitt og ótryggt og maður verði ekki ríkur af því.“ Ekki einu sinni þegar svona mikið er að gera? Skellihlæjandi: „Jú, þá er maður aðeins ríkari.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira