Kraftajötunn nýtt andlit herrailms Freyr Bjarnason skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Jötuninn er nýtt andlit ilmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Vísir/Valli „Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd. Game of Thrones Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd.
Game of Thrones Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“