Drap Jón mann eða drap Jón ekki mann? Sigríður Jónsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:30 Kriðpleir. „Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið.“ Vísir/Vilhelm Leiklist: Síðbúin rannsókn: Endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar Kriðpleir Sýnt í bíói Paradís Sviðslistahópurinn Kriðpleir sýnir nýtt verk í Bíói Paradís um þessar mundir og fjallar það um tilraun hans til að endurskoða dómsmál Jóns Hreggviðssonar frá Litlu-Fellsöxl. Þann 9. maí 1684 var Jón dæmdur til dauða fyrir morð á böðli konungs en aldrei hefur verið fullsannað hvað gerðist í raun og veru þetta örlagaríka kvöld. Atburðurinn er auðvitað þjóðþekktur ekki síst vegna Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og er gerð heiðarleg, og örlítið kostnaðarsöm, tilraun í Síðbúinni rannsókn til að slíta þau sterku bönd og finna nýja nálgun. Markmið þeirra Friðgeirs Einarssonar og Ragnars Ísleifs Bragasonar, með misjafnri aðstoð frá Árna Vilhjálmssyni, er að búa til heimildarmynd um atburðinn sem verður engin smásmíði. Málið verður loksins og endanlega leyst, allt tekið upp og afraksturinn síðan sýndur úti um heim allan. En í þetta skipti sýna þeir einungis brot úr myndinni og fylla upp í söguna með kynningu á verkefninu. Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið. Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum. Vandamálið er að sterkari þráð vantar í verkið og úrvinnslan er ekki nægilega markviss. Stór hluti af sýningunni byggist á misheppnuðum tilraunum þeirra í leit að sannleikanum, ef hann er þá hægt að finna, en ef ekki er að gætt fer að bera á endurtekningum. Það er líka leitt að sjá ekki frekari þróun á persónunum milli verka, en allir þrír sáust síðast í sýningunni Tiny Guy. Samböndin hafa ekkert breyst og ennþá eru þeir allir á sama stað bara með annað verkefni í höndunum sem þeir reyna að leysa með svipuðum ráðum og áður. Ég er ekki sannfærð um að Bíó Paradís hafi verið heppilegasti staðurinn fyrir sýninguna. Þrátt fyrir að verkið fjalli um tilraunir hópsins til að gera heimildarmynd þá gerði salurinn ekki neitt fyrir framsetninguna. Lýsingin hefði líka mátt vera betri og sömuleiðis rýmisnýtingin en báðir þessir þættir voru frekar flatir og óspennandi. Síðastliðin misseri hefur Kriðpleir verið að gera fína hluti og a mikið inni. Það kemur að því að hópurinn býr til algjörlega frábæra sýningu þegar allt gengur upp. En þá þurfa þeir að taka tilraunastarfsemina ennþá lengra og gæta jafnvægis milli innihalds og framsetningar sem ekki heppnaðist nægilega vel að þessu sinni.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning sem þarf skýrari þráð og úrvinnslu en Kriðpleir er sviðslistahópur sem vert er að fylgjast með. Gagnrýni Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Leiklist: Síðbúin rannsókn: Endurupptaka á máli Jóns Hreggviðssonar Kriðpleir Sýnt í bíói Paradís Sviðslistahópurinn Kriðpleir sýnir nýtt verk í Bíói Paradís um þessar mundir og fjallar það um tilraun hans til að endurskoða dómsmál Jóns Hreggviðssonar frá Litlu-Fellsöxl. Þann 9. maí 1684 var Jón dæmdur til dauða fyrir morð á böðli konungs en aldrei hefur verið fullsannað hvað gerðist í raun og veru þetta örlagaríka kvöld. Atburðurinn er auðvitað þjóðþekktur ekki síst vegna Íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og er gerð heiðarleg, og örlítið kostnaðarsöm, tilraun í Síðbúinni rannsókn til að slíta þau sterku bönd og finna nýja nálgun. Markmið þeirra Friðgeirs Einarssonar og Ragnars Ísleifs Bragasonar, með misjafnri aðstoð frá Árna Vilhjálmssyni, er að búa til heimildarmynd um atburðinn sem verður engin smásmíði. Málið verður loksins og endanlega leyst, allt tekið upp og afraksturinn síðan sýndur úti um heim allan. En í þetta skipti sýna þeir einungis brot úr myndinni og fylla upp í söguna með kynningu á verkefninu. Allir hafa þeir makalausa sviðsframkomu og er samband þeirra, sérstaklega milli Friðgeirs og Ragnars, á sviðinu stundum alveg bráðfyndið. Þeir kýta, stela sviðsljósinu hver af öðrum, sættast, bögglast við að taka upp senur úti í náttúrunni og fara í fýlu þegar eitthvað gengur illa eða óvæntar uppákomur eiga sér stað. Einnig ríkir skemmtileg hagkvæmni í verkinu þar sem útsjónarsamar leikhúslausnir gæða sýninguna lífi. Hönnunin á sviðsetningunni er hugvitsamleg og tónlistin, sem er í höndum Árna, einkar skemmtileg á köflum. Vandamálið er að sterkari þráð vantar í verkið og úrvinnslan er ekki nægilega markviss. Stór hluti af sýningunni byggist á misheppnuðum tilraunum þeirra í leit að sannleikanum, ef hann er þá hægt að finna, en ef ekki er að gætt fer að bera á endurtekningum. Það er líka leitt að sjá ekki frekari þróun á persónunum milli verka, en allir þrír sáust síðast í sýningunni Tiny Guy. Samböndin hafa ekkert breyst og ennþá eru þeir allir á sama stað bara með annað verkefni í höndunum sem þeir reyna að leysa með svipuðum ráðum og áður. Ég er ekki sannfærð um að Bíó Paradís hafi verið heppilegasti staðurinn fyrir sýninguna. Þrátt fyrir að verkið fjalli um tilraunir hópsins til að gera heimildarmynd þá gerði salurinn ekki neitt fyrir framsetninguna. Lýsingin hefði líka mátt vera betri og sömuleiðis rýmisnýtingin en báðir þessir þættir voru frekar flatir og óspennandi. Síðastliðin misseri hefur Kriðpleir verið að gera fína hluti og a mikið inni. Það kemur að því að hópurinn býr til algjörlega frábæra sýningu þegar allt gengur upp. En þá þurfa þeir að taka tilraunastarfsemina ennþá lengra og gæta jafnvægis milli innihalds og framsetningar sem ekki heppnaðist nægilega vel að þessu sinni.Niðurstaða: Eftirtektarverð sýning sem þarf skýrari þráð og úrvinnslu en Kriðpleir er sviðslistahópur sem vert er að fylgjast með.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira