Vopnaðist GPS-tæki, stöng og bóndanum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:30 Ólína Þorvarðardóttir. „Ég get þó staðfest að það er hvorki búið að afsanna frásögn Landnámu né Gíslasögu.“ Vísir/Ernir Ég tek fyrir tvær frásagnir, önnur er í Landnámu og hin í Gíslasögu Súrssonar,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, sem á morgun ræðir um staðháttalýsingar í fornsögum í fyrirlestri í Odda. „Fyrst mun ég ræða söguna af því þegar Hrafna-Flóki gekk á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjörðinn fullan af ísum og gaf landinu nafn eftir því. Þessi frásögn hefur verið dregin í efa. Bæði hafa menn nú efast um að Hrafna-Flóki hafi verið til og eins að það sé hægt að sjá nokkurn fjörð fullan af ísum af neinu fjalli á sunnanverðum Vestfjörðum nema þá Ísafjarðardjúp. Þessar vangaveltur ákvað ég að leiða til lykta með vettvangskönnun síðastliðið sumar. Hin frásögnin er sagan af því í Gíslasögu Súrssonar þegar Vésteinn fer á mis við menn Gísla í Bjarnardal í Önundarfirði og ríður í framhaldi af því upp á Gemlufallsheiði og mælir svo þegar þeir finna hann: „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“ og finnst of seint að snúa við. Þetta voru örlagaríkar misfarir en Önfirðingar hafa löngum sagt að í Önundarfirði væri hvergi hægt að farast á mis.“ Ólína vopnaðist GPS-tæki, stöng og bónda sínum sem tók þátt í rannsókninni með henni, eins og hún tekur til orða. „Við fórum þær leiðir sem sagan segir að mennirnir hafi riðið til þess að komast að því hvort hægt sé að farast á mis í Önundarfirði,“ útskýrir hún en gerist véfréttarleg þegar spurt er um niðurstöður rannsóknanna. „Þær verða kynntar í fyrirlestrinum á morgun,“ segir hún. „Þá mun ég greina frá hinum vísindalegu niðurstöðum.“ En hvað með fjöllin og Flóka? „Þar kemur fleira en eitt til, eins og reyndar í tilfelli Vésteins,“ segir hún en neitar að segja fleira nema að augljóst sé að sagnaritararnir þekki býsna vel til staðhátta á Vestfjörðum. „Ég get þó staðfest að það er hvorki búið að afsanna frásögn Landnámu né Gíslasögu en hvort mér tekst að sanna þær kemur í ljós á morgun.“ Fyrirlestur Ólínu hefst á morgun klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda og er þáttur í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Landnám Íslands. Að honum loknum mun Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, ræða um munnlegar og skrifaðar frásagnir og hin flóknu tengsl þeirra við veruleikann. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ég tek fyrir tvær frásagnir, önnur er í Landnámu og hin í Gíslasögu Súrssonar,“ segir Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, sem á morgun ræðir um staðháttalýsingar í fornsögum í fyrirlestri í Odda. „Fyrst mun ég ræða söguna af því þegar Hrafna-Flóki gekk á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjörðinn fullan af ísum og gaf landinu nafn eftir því. Þessi frásögn hefur verið dregin í efa. Bæði hafa menn nú efast um að Hrafna-Flóki hafi verið til og eins að það sé hægt að sjá nokkurn fjörð fullan af ísum af neinu fjalli á sunnanverðum Vestfjörðum nema þá Ísafjarðardjúp. Þessar vangaveltur ákvað ég að leiða til lykta með vettvangskönnun síðastliðið sumar. Hin frásögnin er sagan af því í Gíslasögu Súrssonar þegar Vésteinn fer á mis við menn Gísla í Bjarnardal í Önundarfirði og ríður í framhaldi af því upp á Gemlufallsheiði og mælir svo þegar þeir finna hann: „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar“ og finnst of seint að snúa við. Þetta voru örlagaríkar misfarir en Önfirðingar hafa löngum sagt að í Önundarfirði væri hvergi hægt að farast á mis.“ Ólína vopnaðist GPS-tæki, stöng og bónda sínum sem tók þátt í rannsókninni með henni, eins og hún tekur til orða. „Við fórum þær leiðir sem sagan segir að mennirnir hafi riðið til þess að komast að því hvort hægt sé að farast á mis í Önundarfirði,“ útskýrir hún en gerist véfréttarleg þegar spurt er um niðurstöður rannsóknanna. „Þær verða kynntar í fyrirlestrinum á morgun,“ segir hún. „Þá mun ég greina frá hinum vísindalegu niðurstöðum.“ En hvað með fjöllin og Flóka? „Þar kemur fleira en eitt til, eins og reyndar í tilfelli Vésteins,“ segir hún en neitar að segja fleira nema að augljóst sé að sagnaritararnir þekki býsna vel til staðhátta á Vestfjörðum. „Ég get þó staðfest að það er hvorki búið að afsanna frásögn Landnámu né Gíslasögu en hvort mér tekst að sanna þær kemur í ljós á morgun.“ Fyrirlestur Ólínu hefst á morgun klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda og er þáttur í fyrirlestraröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Landnám Íslands. Að honum loknum mun Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, ræða um munnlegar og skrifaðar frásagnir og hin flóknu tengsl þeirra við veruleikann.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp