Þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 "Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar,“ segir Eggert Þór. Vísir/Vilhelm „Mér fannst sveitabúskapurinn í borginni spennandi viðfangsefni,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur beðinn að lýsa því hvernig bókin Sveitin í sálinni varð til. „Áhuginn kviknaði þegar ég var að vinna að Sögu Reykjavíkur fyrir allmörgum árum, þá skrifaði ég um tímabilið, 1940-1990 og fylltist löngun til að fylgja vissum efnum áfram ef tækifæri gæfist. Braggalífið var eitt af þeim og braggabókin kom út nokkuð fljótlega. Nú er það sveitin í Reykjavík sem er til umfjöllunar. Þegar ég var að vinna í Sögu Reykjavíkur fann ég hvað hún var fyrirferðarmikil í bæjarlandinu og hugsun fólksins. Það þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap, nokkrar kindur og kartöflugarða, jafnvel kýr. Kúm fór fækkandi upp úr miðjum 6. áratugnum en margir muna eftir kúm í Laugardalnum mun lengur.“ Bókin fjallar að mestu um tímabilið 1930-1970. Eggert segir hana búna að vera í huga hans býsna lengi. „Þegar vinnan fór í gang við hana af fullum krafti fyrir nokkrum árum sat ég mikið á Borgarskjalasafninu og svo er ég sagnfræðingur og legg mikið upp úr myndum því ég lít á myndir sem mjög mikilvægar heimildir. Oft er líka mun aðgengilegra fyrir lesandann að fá efni skýrt með myndum en löngum texta. Myndirnar í nýju bókinni kveikja margar minningar hjá fólki og yngra fólkið er hissa að sjá að Reykjavík skyldi vera með þessum hætti.“ Eggert Þór hefur sýnilega lagt mikla vinnu í myndaleit. Hann segir Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu hafa gefið mikið af sér.Við Sogaveg voru býlin Brekka, Réttarholt og Melbær.„Svo er líka ansi gott myndasafn frá stríðsárunum í Kvikmyndasafni Íslands, ég nýtti mér það. Ég leitaði líka til afkomenda þeirra sem stunduðu búskap í borginni. Fjölskyldualbúmin eru ansi drjúg og miklu drýgri en margir átta sig á. Margar myndir sýna börn og í baksýn getur verið allt að gerast sem sagnfræðingurinn hefur áhuga á. Svo lögðu áhugaljósmyndarar líka mikið til bókarinnar.“ Eggert Þór kveðst hafa alist upp í miðbæ Reykjavíkur til tíu ára aldurs svo sveitaumhverfið hafi verið fjarri honum nema hvað hann hafi verið í skólagörðunum, Aldamótagörðunum sunnan Hringbrautar sem voru þar sem BSÍ og Læknagarður eru nú. „Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar. Auk þess fylgdi görðunum holl útivera,“ lýsir sagnfræðingurinn sem flutti í Árbæjarhverfið þegar það var í byggingu, sá þar oft kindur á beit og náði í skottið á gamla tímanum í Selásnum, þar sem fólk bjó á svokölluðum Selásblettum.Á Grettisgötu 20a var fjós fram á sjötta áratuginn. Þaðan voru kýrnar reknar á beit í Vatnsmýrina.Mynd/Guðmundur Hjörleifsson„Skammt frá voru kartöflugarðarnir í Borgarmýrinni þar sem Ölgerðin er nú. Ég fór stundum með ömmu þangað að taka upp. Garðlöndin voru víða enda voru Reykvíkingar með fjórðung allrar uppskeru í landinu sum árin. „Það er líka forvitnilegt að átta sig á hvernig byggðin þróaðist. Það var ekkert verið að ráðast voða mikið á þetta ræktarland, heldur farið með íbúðahverfi í hringi kringum þau vítt og breitt. Fólki fannst líka lengi vel óhugsandi að búa í fjölbýlishúsum. Þjóð sem hafði búið þúsund ár í sveit gat ekki hugsað sér að vera í fjölbýli.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Mér fannst sveitabúskapurinn í borginni spennandi viðfangsefni,“ segir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur beðinn að lýsa því hvernig bókin Sveitin í sálinni varð til. „Áhuginn kviknaði þegar ég var að vinna að Sögu Reykjavíkur fyrir allmörgum árum, þá skrifaði ég um tímabilið, 1940-1990 og fylltist löngun til að fylgja vissum efnum áfram ef tækifæri gæfist. Braggalífið var eitt af þeim og braggabókin kom út nokkuð fljótlega. Nú er það sveitin í Reykjavík sem er til umfjöllunar. Þegar ég var að vinna í Sögu Reykjavíkur fann ég hvað hún var fyrirferðarmikil í bæjarlandinu og hugsun fólksins. Það þótti sjálfsagt mál að vera með smábúskap, nokkrar kindur og kartöflugarða, jafnvel kýr. Kúm fór fækkandi upp úr miðjum 6. áratugnum en margir muna eftir kúm í Laugardalnum mun lengur.“ Bókin fjallar að mestu um tímabilið 1930-1970. Eggert segir hana búna að vera í huga hans býsna lengi. „Þegar vinnan fór í gang við hana af fullum krafti fyrir nokkrum árum sat ég mikið á Borgarskjalasafninu og svo er ég sagnfræðingur og legg mikið upp úr myndum því ég lít á myndir sem mjög mikilvægar heimildir. Oft er líka mun aðgengilegra fyrir lesandann að fá efni skýrt með myndum en löngum texta. Myndirnar í nýju bókinni kveikja margar minningar hjá fólki og yngra fólkið er hissa að sjá að Reykjavík skyldi vera með þessum hætti.“ Eggert Þór hefur sýnilega lagt mikla vinnu í myndaleit. Hann segir Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafninu hafa gefið mikið af sér.Við Sogaveg voru býlin Brekka, Réttarholt og Melbær.„Svo er líka ansi gott myndasafn frá stríðsárunum í Kvikmyndasafni Íslands, ég nýtti mér það. Ég leitaði líka til afkomenda þeirra sem stunduðu búskap í borginni. Fjölskyldualbúmin eru ansi drjúg og miklu drýgri en margir átta sig á. Margar myndir sýna börn og í baksýn getur verið allt að gerast sem sagnfræðingurinn hefur áhuga á. Svo lögðu áhugaljósmyndarar líka mikið til bókarinnar.“ Eggert Þór kveðst hafa alist upp í miðbæ Reykjavíkur til tíu ára aldurs svo sveitaumhverfið hafi verið fjarri honum nema hvað hann hafi verið í skólagörðunum, Aldamótagörðunum sunnan Hringbrautar sem voru þar sem BSÍ og Læknagarður eru nú. „Hugmyndafræðin bak við skólagarðana var sú að krakkar sem ekki kæmust í sveit þyrftu að komast í tengsl við landið og finna fyrir gróðurmætti moldarinnar. Auk þess fylgdi görðunum holl útivera,“ lýsir sagnfræðingurinn sem flutti í Árbæjarhverfið þegar það var í byggingu, sá þar oft kindur á beit og náði í skottið á gamla tímanum í Selásnum, þar sem fólk bjó á svokölluðum Selásblettum.Á Grettisgötu 20a var fjós fram á sjötta áratuginn. Þaðan voru kýrnar reknar á beit í Vatnsmýrina.Mynd/Guðmundur Hjörleifsson„Skammt frá voru kartöflugarðarnir í Borgarmýrinni þar sem Ölgerðin er nú. Ég fór stundum með ömmu þangað að taka upp. Garðlöndin voru víða enda voru Reykvíkingar með fjórðung allrar uppskeru í landinu sum árin. „Það er líka forvitnilegt að átta sig á hvernig byggðin þróaðist. Það var ekkert verið að ráðast voða mikið á þetta ræktarland, heldur farið með íbúðahverfi í hringi kringum þau vítt og breitt. Fólki fannst líka lengi vel óhugsandi að búa í fjölbýlishúsum. Þjóð sem hafði búið þúsund ár í sveit gat ekki hugsað sér að vera í fjölbýli.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira