Syngur í Hörpu og fær smá jól í hjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:15 Glaðbeitt Samuel Ramey, Herdís Anna og Kristján hlakka til að syngja saman. Vísir/GVA „Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira