Skýjum ofar snýr aftur með teknójólaball Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. desember 2014 09:30 Arnþór Snær Sævarsson og Eldar Ástþórsson stjórnuðu útvarpsþættinum Skýjum oftar frá 1996 til 2001. fréttablaðið/valli „Þetta gerist náttúrulega ekki á hverjum degi að við sláum upp svona balli en jólin mega náttúrulega ekki bara snúast um verslun og yfirdrátt, það verður líka að sinna líkama og sál,“ segir Eldar Ástþórsson. Hann stjórnaði útvarpsþættinum Skýjum ofar á árunum 1996 til 2001 ásamt Arnþóri Snæ Sævarssyni en þeir félagar standa nú fyrir fyrsta og eina jólaballi útvarpsþáttarins í samvinnu við Breakbeat.is. „Við ætlum að gera þetta annan í jólum, 26. desember á Glaumbar en okkur fannst sá staður ríma sæmilega vel við þetta tímabil,“ segir Eldar. „Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljómplöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann og spila þessa tónlist sem var upp á sitt besta í kringum tíunda áratuginn og aldamótin.“ Eldar og Arnþór munu fá með sér fjölda þekktra íslenskra plötusnúða. „Við setjum þarna inn heljarinnar hljóðkerfi og ætlum að gera eins mikið úr þessu og við getum. Það hefur verið sífelld pressa á okkur að setja upp einhverja viðburði og við höfum verið frekar þrjóskir en nú látum við undan þrýstingnum og látum slag standa.“ Tónlist Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta gerist náttúrulega ekki á hverjum degi að við sláum upp svona balli en jólin mega náttúrulega ekki bara snúast um verslun og yfirdrátt, það verður líka að sinna líkama og sál,“ segir Eldar Ástþórsson. Hann stjórnaði útvarpsþættinum Skýjum ofar á árunum 1996 til 2001 ásamt Arnþóri Snæ Sævarssyni en þeir félagar standa nú fyrir fyrsta og eina jólaballi útvarpsþáttarins í samvinnu við Breakbeat.is. „Við ætlum að gera þetta annan í jólum, 26. desember á Glaumbar en okkur fannst sá staður ríma sæmilega vel við þetta tímabil,“ segir Eldar. „Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljómplöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann og spila þessa tónlist sem var upp á sitt besta í kringum tíunda áratuginn og aldamótin.“ Eldar og Arnþór munu fá með sér fjölda þekktra íslenskra plötusnúða. „Við setjum þarna inn heljarinnar hljóðkerfi og ætlum að gera eins mikið úr þessu og við getum. Það hefur verið sífelld pressa á okkur að setja upp einhverja viðburði og við höfum verið frekar þrjóskir en nú látum við undan þrýstingnum og látum slag standa.“
Tónlist Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira