Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. desember 2014 23:00 Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir. Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir.
Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49