Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2024 07:38 Hundruð létust í Valensía á Spáni í hamfaraflóðum í nóvember. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag. Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian. Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Skýrsluhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum hafi mun verri áhrif á vissum stöðum á jörðinni en á öðrum. Þannig var ástandið í ár verst í Karíbahafinu og í eyríkjum Kyrrahafsins. Á sumum stöðum voru hættulega heitir dagar, sem hefðu ekki komið án loftslagsbreytinga, að mati vísindamannanna, hundrað og fimmtíu yfir árið, eða næstum helmingur alls ársins. Og hjá næstum hálfri heimsbyggðinni var um tvo mánuði hið minnsta að ræða, þar sem hitinn fór yfir heilsuverndarmörk. Og jafnvel í löndum þar sem áhrif breytinganna hafa verið einna minnst, eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fjölgaði hættulega heitum dögum þó um þrjár vikur að meðaltali. Verri hitabylgjur eru banvænustu afleiðingar loftslagsbreytinganna og algjört lykilatriði samkvæmt skýrsluhöfundum að hætta að brenna kol, olíu og gas til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði enn verri. um 217 hafa látist í Níger vegna gífurlegra flóða í um þrjá mánuði í sumar. Um 350 þúsund hafa orðið fyrir áhrifum vegna flóðanna sem eru vegna mikilla rigninga á Sahel-svæðinu. Myndin er tekin í ágúst í Níger, þá höfðu verið flóð í þrjá mánuði.Vísir/EPA 2024 heitasta árið hingað til Fram kemur í skýrslunni að árið í ár sé það heitasta hingað til og að aldrei hafi meiri koltvísýringur verið losaður í andrúmsloftið. Skýrsluhöfundar kalla eftir því að andlát í hitabylgjum séu skráð í rauntíma og segja fjöldi látinna stórlega vanmetinn vegna skorts á vöktun. Mögulegt sé að milljónir hafi látist af völdum hitabreytinga í kjölfar loftslagsbreytinga en að það sé ekki skráð neins staðar. Haft er eftir einum skýrsluhöfundi, doktor Friederike Otto, að áhrifin hafi aldrei verið meiri vegna bruna jarðefnaeldsneytis og nefndi sem dæmi flóðin á Spáni í haust, fellibylji í Bandaríkjunum, þurrka í Amazon skógi og flóð í Afríku í sumar. Fellibylurinn Helena fór yfir Norður Karólínu í Bandaríkjunum í haust. Eyðileggingin var gífurleg en fellibylnum fylgdu mikil flóð. um 150 létust þegar fellibylurinn fór yfir. Myndin er tekin í október.Vísir/EPA „Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að koma í veg fyrir að þetta verði enn verra: að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti.“ Fjallað er nánar um rannsóknina á vef Guardian.
Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Bandaríkin Veður Níger Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira