Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2024 21:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við Esju, fyrstu Airbus-þotu Icelandair. Egill Aðalsteinsson Ráðamenn Icelandair hyggjast á næstu misserum taka ákvörðun um það hvort stefnt verði á að hafa eingöngu Airbus-þotur í flugflotanum og eins hvort breiðþotur verði hluti af framtíðarflota félagsins. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við forstjórann Boga Nils Bogason og sýnt frá komu fyrstu Airbus-þotu Icelandair til Íslands þann 3. desember síðastliðinn. Icelandair stefnir að því að vera komið með fjórar Airbus-þotur fyrir næsta sumar og sjö fyrir þarnæsta sumar en þær munu leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þessar fyrstu sjö Airbus-þotur vera allar leiguþotur af gerðinni A321 LR. Icelandair hefur jafnframt gert samning um kaup og kauprétt á allt að 25 Airbus A321 XLR-þotum og verða þær fyrstu afhentar árið 2029. En þá vaknar sú spurning: Verður Boeing 767-breiðþotunum einnig skipt út? Ein af Boeing 767-breiðþotum Icelandair, Hlöðufell, búin til brottfarar frá Leifsstöð. Verður þeim skipt út fyrir Airbus-breiðþotur?Arnar Halldórsson Icelandair rekur núna þrjár slíkar farþegaþotur og eina fraktþotu. Boeing 767-breiðþotur henta vel í samrekstri með 757 þar sem flugmenn geta auðveldlega hoppað á milli tegundanna. Sama gildir hjá Airbus, eins og sást hjá Wow Air þegar það rak Airbus A330 breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum. Það virðist því vera rökrétt hjá Icelandair að skipta einnig yfir í Airbus-breiðþotur. WOW-air rak Airbus A330-breiðþotur samhliða Airbus A320-þotum.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson. Hluti af greiningarvinnu félagsins framundan verður þó að meta hvort áfram verði þörf á breiðþotum. „Við höfum tækifæri til þess að fara alveg yfir í Airbus-flota og það er ákveðinn einfaldleiki í því,“ segir Bogi Nils, forstjóri Icelandair, en segir það einnig góðan valkost að reka Boeing 737 MAX-þoturnar áfram. Ein af Boeing 737 MAX-þotum Icelandair. Félagið er núna með 21 MAX-þotu í flotanum,KMU „En við höfum líka tækifæri til þess að vera með MAX-vélarnar, sem hafa reynst okkur frábærlega og henta Icelandair mjög vel á austurströnd Bandaríkjanna og inn til Evrópu,“ segir Bogi ennfremur en nánar má heyra greiningu hans hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent