Leikur sér að því að fella feðraveldið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. desember 2014 13:00 „Í gegnum persónuskoðun Alföðurins koma tengingar við til dæmis samískan sjamanisma, hindúisma, kínverska goðafræði, gríska og norræna.“ Vísir/GVA Sagan er í rauninni búin að lifa með mér í átta ár,“ segir Emil Hjörvar Petersen um þríleik sinn Sögu eftirlifenda. „Það var einmitt í desember 2006 sem ég fékk þá hugmynd að segja sögu eftirlifendanna úr Ragnarökum. Ég hef haft áhuga á norrænu goðafræðinni síðan ég var krakki og unglingur og spurningin um það hvers vegna það voru þessar persónur sem lifðu af blundaði í mér lengi. Kvöld eitt þegar ég var að vinna að fyrstu ljóðabókinni minni var ég, einu sinni sem oftar, að spekúlera í goðsögum og þá fór ég að spyrja mig hvers vegna enginn hefði sagt sögu eftirlifendanna. Ég hef alltaf haft áhuga á smáatriðum og útúrdúrum í goðsögum og Höður hefur alltaf verið spurningarmerki í mínum huga þannig að mig langaði til að segja sögu hans. Þegar ég fór að þróa hina karakterana stækkaði sagan og varð að því sem hún varð, en það tók alveg tvö ár að leggja drögin að henni. “Brautryðjendaverk Emil segir Sögu eftirlifenda vera blöndu af fantasíu og vísindaskáldskap, enda væri ekki hægt að segja þessa sögu öðruvísi. „Hún byrjar á Íslandi til þess að draga hinn íslenska lesanda inn í atburðarás sem hann býst ekki við og síðan fer furðan alltaf að taka stærra og stærra pláss í sögunni. Vættirnir koma inn og allt í einu er komin af stað atburðarás sem greinilega leiðir að einhverju miklu stærra.“ Það lá ljóst fyrir í huga Emils að um þríleik yrði að ræða, það er meira að segja tekið fram á kápu fyrstu bókarinnar. „Síðan urðu viðtökurnar mun betri en ég þorði að vona og var jafnvel talað um að þetta væri brautryðjendaverk sem furðusaga fyrir fullorðna. Sagan umbyltist reyndar dálítið við aðra bókina þar sem ég var að byggja upp heila heimsmynd á rústum þess veruleika sem við þekkjum.“Kynjajöfnun Það er allur heimurinn undir í sögunni og í annarri bókinni, Heljarþröm, gerist sagan til að mynda í Kína, Englandi og Norður-Ameríku. Hvernig barst leikurinn með norræna goðafræði til Kína? „Ég vinn mikið með hliðstæður í öðrum goðsögum og þjóðsögum og reyni að nýta það sem ég hef einlægan áhuga á, það hefur reynst mér best að leyfa því að flæða í gegn. Þegar sagan byrjar hefur Höður, þessi blindi bardagamaður, verið í útlegð í þúsundir ára og er búinn að sérhæfa sig í öllum heimsins bardagalistum, meðal annars kung fu í Kína. Þar mun hann síðar í sögunni ásamt öðrum persónum reyna að vekja upp Terrakotta-herinn en það hefur ekki tekist. Ég læt kínverskar þjóðsögur og goðsögur kallast svolítið á við norrænu goðafræðina og leita að tengingum þar á milli. Þær reyndust vera nokkrar og ég nýti það töluvert í þriðju bókinni, Níðhöggi, þar sem þessi svið sem hafa verið í gangi í sögunni allri eru að tengjast. Það gerist dálítið í gegnum hinn nýja Alföður sem er að taka við og í þriðju bókinni eru eftirlifendurnir að átta sig á því að þeir þurfa að slíta öll tengsl við arfleifð æðri ásanna.“ Ein af þeim tengslum sem þarf að slíta er tengingin við feðraveldi ásanna. „Ég leik mér mikið með að fella feðraveldið og jafna kynjahlutverkin og í gegnum persónuskoðun Alföðurins koma tengingar við til dæmis samískan sjamanisma, hindúisma, kínverska goðafræði, gríska og norræna. Ég er dálítið mikið með þrenndarpælingar, skapanornirnar til dæmis, enda er ein af forsendum framfara í þessum heimi að slíta þessa örlagahringrás sem veldur því að heimurinn fer í rúst þegar eitthvað fer úrskeiðis. Svo má nefna að ný völva kemur til sögunnar í síðustu bókinni og leikur hún veigamikið hlutverk.“Aukabónus Þetta hljómar alveg óskaplega yfirgripsmikið og djúpt efni, skilur almennur lesandi sem ekki þekkir goðsögurnar nokkuð í þessu? „Já, já, já. Ég hef lagt mig fram við að skrifa söguna þannig að hún sé bæði til afþreyingar og til þess að fólk geti staldrað við og pælt aðeins í því hvað er verið að vinna með. Margir lesa söguna án þess að pæla neitt í því en þeir sem hafa einhverja fyrirfram þekkingu á efninu sjá ýmiss konar táknkerfi og vísanir, það er svona aukabónus. Svo er ég líka að endurspegla samtímann, velta fyrir mér fortíð, nútíð og framtíð mismunandi menningarheima, það hljóta allir að geta tengt við það.“ Nú ertu búinn að hrærast í þessum heimi í átta ár, er ekki erfitt að vera búinn að yfirgefa hann? „Nei, nei, ég er búinn að vera að sinna alls konar verkefnum, en auðvitað er svolítið skrýtið að vera búinn með söguna. Ég held samt bara áfram, er byrjaður á nýrri sögu, og rétt búinn að skrifa undir umboðssamning um þríleikinn fyrir Austur-Evrópu sem vonandi leiðir til þess að hann komi út á þeim markaði. Þannig að ég mun væntanlega halda áfram að vera í tengslum við söguheiminn.“ Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sagan er í rauninni búin að lifa með mér í átta ár,“ segir Emil Hjörvar Petersen um þríleik sinn Sögu eftirlifenda. „Það var einmitt í desember 2006 sem ég fékk þá hugmynd að segja sögu eftirlifendanna úr Ragnarökum. Ég hef haft áhuga á norrænu goðafræðinni síðan ég var krakki og unglingur og spurningin um það hvers vegna það voru þessar persónur sem lifðu af blundaði í mér lengi. Kvöld eitt þegar ég var að vinna að fyrstu ljóðabókinni minni var ég, einu sinni sem oftar, að spekúlera í goðsögum og þá fór ég að spyrja mig hvers vegna enginn hefði sagt sögu eftirlifendanna. Ég hef alltaf haft áhuga á smáatriðum og útúrdúrum í goðsögum og Höður hefur alltaf verið spurningarmerki í mínum huga þannig að mig langaði til að segja sögu hans. Þegar ég fór að þróa hina karakterana stækkaði sagan og varð að því sem hún varð, en það tók alveg tvö ár að leggja drögin að henni. “Brautryðjendaverk Emil segir Sögu eftirlifenda vera blöndu af fantasíu og vísindaskáldskap, enda væri ekki hægt að segja þessa sögu öðruvísi. „Hún byrjar á Íslandi til þess að draga hinn íslenska lesanda inn í atburðarás sem hann býst ekki við og síðan fer furðan alltaf að taka stærra og stærra pláss í sögunni. Vættirnir koma inn og allt í einu er komin af stað atburðarás sem greinilega leiðir að einhverju miklu stærra.“ Það lá ljóst fyrir í huga Emils að um þríleik yrði að ræða, það er meira að segja tekið fram á kápu fyrstu bókarinnar. „Síðan urðu viðtökurnar mun betri en ég þorði að vona og var jafnvel talað um að þetta væri brautryðjendaverk sem furðusaga fyrir fullorðna. Sagan umbyltist reyndar dálítið við aðra bókina þar sem ég var að byggja upp heila heimsmynd á rústum þess veruleika sem við þekkjum.“Kynjajöfnun Það er allur heimurinn undir í sögunni og í annarri bókinni, Heljarþröm, gerist sagan til að mynda í Kína, Englandi og Norður-Ameríku. Hvernig barst leikurinn með norræna goðafræði til Kína? „Ég vinn mikið með hliðstæður í öðrum goðsögum og þjóðsögum og reyni að nýta það sem ég hef einlægan áhuga á, það hefur reynst mér best að leyfa því að flæða í gegn. Þegar sagan byrjar hefur Höður, þessi blindi bardagamaður, verið í útlegð í þúsundir ára og er búinn að sérhæfa sig í öllum heimsins bardagalistum, meðal annars kung fu í Kína. Þar mun hann síðar í sögunni ásamt öðrum persónum reyna að vekja upp Terrakotta-herinn en það hefur ekki tekist. Ég læt kínverskar þjóðsögur og goðsögur kallast svolítið á við norrænu goðafræðina og leita að tengingum þar á milli. Þær reyndust vera nokkrar og ég nýti það töluvert í þriðju bókinni, Níðhöggi, þar sem þessi svið sem hafa verið í gangi í sögunni allri eru að tengjast. Það gerist dálítið í gegnum hinn nýja Alföður sem er að taka við og í þriðju bókinni eru eftirlifendurnir að átta sig á því að þeir þurfa að slíta öll tengsl við arfleifð æðri ásanna.“ Ein af þeim tengslum sem þarf að slíta er tengingin við feðraveldi ásanna. „Ég leik mér mikið með að fella feðraveldið og jafna kynjahlutverkin og í gegnum persónuskoðun Alföðurins koma tengingar við til dæmis samískan sjamanisma, hindúisma, kínverska goðafræði, gríska og norræna. Ég er dálítið mikið með þrenndarpælingar, skapanornirnar til dæmis, enda er ein af forsendum framfara í þessum heimi að slíta þessa örlagahringrás sem veldur því að heimurinn fer í rúst þegar eitthvað fer úrskeiðis. Svo má nefna að ný völva kemur til sögunnar í síðustu bókinni og leikur hún veigamikið hlutverk.“Aukabónus Þetta hljómar alveg óskaplega yfirgripsmikið og djúpt efni, skilur almennur lesandi sem ekki þekkir goðsögurnar nokkuð í þessu? „Já, já, já. Ég hef lagt mig fram við að skrifa söguna þannig að hún sé bæði til afþreyingar og til þess að fólk geti staldrað við og pælt aðeins í því hvað er verið að vinna með. Margir lesa söguna án þess að pæla neitt í því en þeir sem hafa einhverja fyrirfram þekkingu á efninu sjá ýmiss konar táknkerfi og vísanir, það er svona aukabónus. Svo er ég líka að endurspegla samtímann, velta fyrir mér fortíð, nútíð og framtíð mismunandi menningarheima, það hljóta allir að geta tengt við það.“ Nú ertu búinn að hrærast í þessum heimi í átta ár, er ekki erfitt að vera búinn að yfirgefa hann? „Nei, nei, ég er búinn að vera að sinna alls konar verkefnum, en auðvitað er svolítið skrýtið að vera búinn með söguna. Ég held samt bara áfram, er byrjaður á nýrri sögu, og rétt búinn að skrifa undir umboðssamning um þríleikinn fyrir Austur-Evrópu sem vonandi leiðir til þess að hann komi út á þeim markaði. Þannig að ég mun væntanlega halda áfram að vera í tengslum við söguheiminn.“
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira