Kominn inn í uppbótartíma núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 06:30 Sævar Birgissonþ Vísir/Ernir Sævar Birgisson er bæði eldri og reynslumeiri en liðsfélagar hans í skíðalandsliðunum og á undanförnum árum hefur hann horft á eftir mörgum leggja skíðin á hilluna. Ólympíuleikar eru oft endastöð hjá skíðafólki en Sævar gaf hins vegar í eftir ÓL í Sotsjí síðasta vetur. Hann flutti heim og æfði eins af krafti í allt sumar og fram undan er heimsmeistaramót í byrjun næsta árs. „Ég er búinn að vera heima síðan á Ólympíuleikunum og ég er búinn að æfa hérna í borginni,“ sagði Sævar þegar Fréttablaðið hitti hann áður en hann fór út til æfinga í Noregi.Númer 1, 2, 3, 4 og 5 „Þetta snýst um að safna tímum í æfingadagbókina og þú getur gert það hvar sem er á haustin og á sumrin,“ segir Sævar. „Ég verð meira eða minna í Noregi fram að heimsmeistaramótinu í febrúar. Ég verð bara að elta mót í Noregi og Svíþjóð og undirbúa mig sem best fyrir heimsmeistaramótið sem er númer eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm í vetur,“ segir hann um markmið vetrarins. Sævar er búinn að vera í sex ár í landsliðinu en ætlar hann að bæta mörgum við? „Ég veit það ekki. Ég ætlaði ekki að bæta þessu við því ég er kominn svolítið inn í uppbótartíma núna. Ég þarf að fara að skora mark til þess að það verði framlenging,“ segir Sævar og bætir við: „Ef ég held áfram eftir þetta tímabil þá þarf virkilega allt að ganga upp í vetur. Það ætti nú að gera það því ég er búinn að vinna heimavinnuna mína. Ég hef verið að æfa í 80 tíma í mánuði og líður bara vel.“Þarf að þola ýmislegt Sævar Birgisson var titlaður eigin þjálfari á kynningarfundi Skíðasambandsins á dögunum. „Ég hef ráðgjafa hér og þar sem ég heyri í reglulega. Ég sé samt eiginlega um allt utanumhald sjálfur, bæði í að skipuleggja æfingar sem og að plana æfinga- og keppnisferðir. Það er erfitt að standa í þessu einn endalaust en ég er líka einfari enda verður maður að vera það í þessu sporti. Skíðagöngumaður verður að þola það að fara út í þrjá til fjóra tíma í skítaveðri. Maður þarf að þola ýmislegt og gera það oft einn,“ segir Sævar en úti í Noregi hefur hann fengið tækifæri til að æfa með öðrum.Vísir/GettySævar gerir sér vel grein fyrir mikilvægi sínu sem fyrirmynd. „Ég lít á það sem gríðarlega hvatningu og það er hluti af því sem heldur manni í þessu áfram. Ef ég hætti þá er voðalega lítið eftir því það er mjög langt í næsta. Það eru krakkar úti í skíðamenntaskóla en þeir eru rosalega ungir og það er enn langt í það að þeir taki skrefið. Ég vonast samt til þess að fljótlega fari þau að anda ofan í hálsmálið á manni en eins og staðan er núna þá virðist það ekki vera alveg á næstunni,“ segir Sævar sem var með sumarskíðaskóla þar sem hann reyndi að ýta krökkum í rétta átt. „Þessi íþrótt liggur manni nær og mér þykir vænt um það að krakkarnir haldi áfram eins lengi og þau geta og sýni það að við Íslendingar getum átt einhverja framtíð í þessu.“ En hvað með næstu Vetrarólympíuleika í PyeongChang í febrúar 2018? „Það kitlar en það hefði verið gaman að hafa þá nær í stað þess að þeir séu hinum megin á hnettinum. Ef þeir hefðu verið í Noregi þá hefði þetta ekki verið spurning. Ég held því svolítið opnu og tek bara eitt ár í einu,“ segir Sævar.Fékk aukakraft eftir ÓL „Fyrir ári þá hefði ég hugsað að það væri ekki möguleiki á því að ég héldi áfram eftir Ólympíuleikana því þá var ég orðinn svolítið þreyttur. Ég fékk mikla hvatningu og aukakraft eftir Ólympíuleikana. Ég náði að nýta mér það sem meðbyr inn í æfingatímabilið. Það hefur skilað sér því ég er að auka magnið um fimmtán til tuttugu prósent síðan í fyrra. Ég enda því í einhverjum sjö hundruð plús tímum í ár. Ég er að leggja allt í þetta,“ segir Sævar.Sævar kemur í mark á Ól í Sotsjí.Vísir/GettyHans mesti Akkilesarhæll Hann hefur nýtt þessi tímamót í að breyta því aðeins hvernig hann æfir. „Ég er að æfa meira rólegt og þá þoli ég fleiri tíma. Ég hef trappað mig örlítið niður í þessum keyrsluæfingum sem rífa mann svolítið og tæta. Ég er því meira í því að taka rólegt og vinna lengi. Ég er að reyna að byggja upp grunnmótorinn sem mér hefur fundist vera minn mesti Akkilesarhæll hingað til, að hafa úthaldið til að halda út þessar lengri vegalengdir. Ég er búinn að vera góður í sprettgöngum og hef margoft sýnt mig og sannað þar. Mig langar til að sýna hvað ég get í lengri vegalengdunum líka,“ segir Sævar. Hann var feginn að komast út í snjóinn enda snjóaði ekkert á höfuðborgarsvæðinu áður en hann fór út til Noregs. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessum hlaupum á hjólaskíðum enda búinn að klára alveg dekkin á þeim. Það var því gott að komast í snjóinn,“ segir Sævar hlæjandi.Sævar var fánaberi á ÓL í Sotsjí.Vísir/AFP Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Sævar Birgisson er bæði eldri og reynslumeiri en liðsfélagar hans í skíðalandsliðunum og á undanförnum árum hefur hann horft á eftir mörgum leggja skíðin á hilluna. Ólympíuleikar eru oft endastöð hjá skíðafólki en Sævar gaf hins vegar í eftir ÓL í Sotsjí síðasta vetur. Hann flutti heim og æfði eins af krafti í allt sumar og fram undan er heimsmeistaramót í byrjun næsta árs. „Ég er búinn að vera heima síðan á Ólympíuleikunum og ég er búinn að æfa hérna í borginni,“ sagði Sævar þegar Fréttablaðið hitti hann áður en hann fór út til æfinga í Noregi.Númer 1, 2, 3, 4 og 5 „Þetta snýst um að safna tímum í æfingadagbókina og þú getur gert það hvar sem er á haustin og á sumrin,“ segir Sævar. „Ég verð meira eða minna í Noregi fram að heimsmeistaramótinu í febrúar. Ég verð bara að elta mót í Noregi og Svíþjóð og undirbúa mig sem best fyrir heimsmeistaramótið sem er númer eitt, tvö, þrjú, fjögur og fimm í vetur,“ segir hann um markmið vetrarins. Sævar er búinn að vera í sex ár í landsliðinu en ætlar hann að bæta mörgum við? „Ég veit það ekki. Ég ætlaði ekki að bæta þessu við því ég er kominn svolítið inn í uppbótartíma núna. Ég þarf að fara að skora mark til þess að það verði framlenging,“ segir Sævar og bætir við: „Ef ég held áfram eftir þetta tímabil þá þarf virkilega allt að ganga upp í vetur. Það ætti nú að gera það því ég er búinn að vinna heimavinnuna mína. Ég hef verið að æfa í 80 tíma í mánuði og líður bara vel.“Þarf að þola ýmislegt Sævar Birgisson var titlaður eigin þjálfari á kynningarfundi Skíðasambandsins á dögunum. „Ég hef ráðgjafa hér og þar sem ég heyri í reglulega. Ég sé samt eiginlega um allt utanumhald sjálfur, bæði í að skipuleggja æfingar sem og að plana æfinga- og keppnisferðir. Það er erfitt að standa í þessu einn endalaust en ég er líka einfari enda verður maður að vera það í þessu sporti. Skíðagöngumaður verður að þola það að fara út í þrjá til fjóra tíma í skítaveðri. Maður þarf að þola ýmislegt og gera það oft einn,“ segir Sævar en úti í Noregi hefur hann fengið tækifæri til að æfa með öðrum.Vísir/GettySævar gerir sér vel grein fyrir mikilvægi sínu sem fyrirmynd. „Ég lít á það sem gríðarlega hvatningu og það er hluti af því sem heldur manni í þessu áfram. Ef ég hætti þá er voðalega lítið eftir því það er mjög langt í næsta. Það eru krakkar úti í skíðamenntaskóla en þeir eru rosalega ungir og það er enn langt í það að þeir taki skrefið. Ég vonast samt til þess að fljótlega fari þau að anda ofan í hálsmálið á manni en eins og staðan er núna þá virðist það ekki vera alveg á næstunni,“ segir Sævar sem var með sumarskíðaskóla þar sem hann reyndi að ýta krökkum í rétta átt. „Þessi íþrótt liggur manni nær og mér þykir vænt um það að krakkarnir haldi áfram eins lengi og þau geta og sýni það að við Íslendingar getum átt einhverja framtíð í þessu.“ En hvað með næstu Vetrarólympíuleika í PyeongChang í febrúar 2018? „Það kitlar en það hefði verið gaman að hafa þá nær í stað þess að þeir séu hinum megin á hnettinum. Ef þeir hefðu verið í Noregi þá hefði þetta ekki verið spurning. Ég held því svolítið opnu og tek bara eitt ár í einu,“ segir Sævar.Fékk aukakraft eftir ÓL „Fyrir ári þá hefði ég hugsað að það væri ekki möguleiki á því að ég héldi áfram eftir Ólympíuleikana því þá var ég orðinn svolítið þreyttur. Ég fékk mikla hvatningu og aukakraft eftir Ólympíuleikana. Ég náði að nýta mér það sem meðbyr inn í æfingatímabilið. Það hefur skilað sér því ég er að auka magnið um fimmtán til tuttugu prósent síðan í fyrra. Ég enda því í einhverjum sjö hundruð plús tímum í ár. Ég er að leggja allt í þetta,“ segir Sævar.Sævar kemur í mark á Ól í Sotsjí.Vísir/GettyHans mesti Akkilesarhæll Hann hefur nýtt þessi tímamót í að breyta því aðeins hvernig hann æfir. „Ég er að æfa meira rólegt og þá þoli ég fleiri tíma. Ég hef trappað mig örlítið niður í þessum keyrsluæfingum sem rífa mann svolítið og tæta. Ég er því meira í því að taka rólegt og vinna lengi. Ég er að reyna að byggja upp grunnmótorinn sem mér hefur fundist vera minn mesti Akkilesarhæll hingað til, að hafa úthaldið til að halda út þessar lengri vegalengdir. Ég er búinn að vera góður í sprettgöngum og hef margoft sýnt mig og sannað þar. Mig langar til að sýna hvað ég get í lengri vegalengdunum líka,“ segir Sævar. Hann var feginn að komast út í snjóinn enda snjóaði ekkert á höfuðborgarsvæðinu áður en hann fór út til Noregs. „Ég var orðinn pínu þreyttur á þessum hlaupum á hjólaskíðum enda búinn að klára alveg dekkin á þeim. Það var því gott að komast í snjóinn,“ segir Sævar hlæjandi.Sævar var fánaberi á ÓL í Sotsjí.Vísir/AFP
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira