Kallar saman helstu fiðluleikara þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2014 13:45 "Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir Guðný. Fréttablaðið/Stefán „Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Allir núverandi nemendur mínir eru með atriði á þessum tónleikum. Þeir á aldrinum fjórtán ára til tvítugs og eru í alls konar hlutverkum. Við ætlum að hafa þetta bæði fjörlegt og afslappað,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari í léttum tón. Hún virðist ekkert stressuð þótt mikið standi til á morgun í tilefni af 40 ára kennsluafmæli hennar, stórtónleikar í Seltjarnarneskirkju með 30 listamönnum, henni þar á meðal. „Ég er búin að kalla saman alla helstu fiðluleikara þjóðarinnar til að vera með mér, nokkrir þeirra eru vinnandi eða í námi erlendis og koma til landsins í fyrramálið. Fyrsta algera samæfingin verður því klukkutíma fyrir tónleikana.“ Guðný kveðst engan veginn ná utan um allan þann fjölda sem sótt hafi fiðlutíma hjá henni. Það sé útilokað. „En það koma fram dúó og tríó og aðeins stærri hópar og svo spilar stærsti hópurinn saman í lokin. Við erum tuttugu og fjögur í honum,“ segir hún og kveðst hlakka til. Verkin á tónleikunum ná aftur til tíma barokksins og á dagskránni er meðal annars sónata fyrir tvær fiðlur eftir Prokofiev sem nemendur Guðnýjar, sá elsti og yngsti, spila. Einnig segir Guðný verða frumflutt eitt nýtt verk eftir fimmtán ára nemanda hennar. „Væntanlega! Ég hef reyndar ekki séð verkið enn þá en það er nú ekki kominn sunnudagur,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er bara spennandi og skemmtilegt.“ Hápunkt tónleikanna segir Guðný verða flutning á hinu stórbrotna verki Ciaccone, sem Johann Sebastian Bach skrifaði fyrir einleiksfiðlu en einn af fyrrverandi nemendum hennar, Bjarni Frímann Bjarnason, hefur útsett fyrir margar fiðlur og víólur. „Bjarni Frímann gerir ýmislegt fleira, enda fjölhæfur piltur. Hann kemur fram í víóluverki og spilar líka eitthvað á píanó,“ lýsir hún. Það er ekki bara fjörutíu ára kennsluafmæli hjá Guðnýju heldur vill líka svo til að bærinn hennar er fjörutíu ára og sóknin einnig.„Seltjarnarnes er minn heimabær núna þótt ég sé upphaflega úr Kópavoginum. Því er algerlega við hæfi að halda tónleikana í Seltjarnarneskirkju,“ segir hún. Þótt Guðný eigi 40 ár að baki í tónlistarkennslunni er hún hvergi nærri hætt. „Ég er bæði að kenna og spila og geri það eins lengi og ég get. En auðvitað er gaman að halda upp á svona tímamót,“ segir hún. Og þegar myndatakan er skipulögð: „Ég er að kenna heima, vinnustofan er bak við hús og ljósmyndarinn getur örugglega runnið á hljóðið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Seltjarnarneskirkju, aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðný hóf fiðlunám 6 ára gömul, fyrst hjá Ernu Másdóttur við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tveimur árum síðar varð Björn Ólafsson, þáverandi konsertmeistari, kennari hennar og var það allt þar til hún hóf nám við Eastman-tónlistarháskólann í Rochester í New York. Þaðan útskrifaðist hún með bakkalárgráðu og fékk sérstaka viðurkenningu fyrir einleik. Síðan nam hún eitt ár við Royal College of Music í London. Guðný lauk mastersgráðu við Juilliard-skólann í New York nokkrum dögum áður en hún vann prufuspil fyrir 1. konsertmeistarastöðuna hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1974, þeirri stöðu gegndi hún til októberloka árið 2010. Kennsla hefur verið stór þáttur í starfi Guðnýjar frá árinu 1974, bæði við tónlistarskóla og í einkatímum.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira