Salan magnast í takt við fjölda vindstiga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 10:00 Guðrún Vilmundardóttir „Því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina.“ Vísir/Valli „Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“ Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“