Franskur ruglufugl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2014 12:00 Salka segir nafn leikhópsins afleiðingu af hláturskasti rétt fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm „Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Þetta var einhver svona aulahúmor á elleftu stundu þegar við vorum að fylla út umsóknir og áttuðum okkur á að við vorum ekki með neitt nafn,“ segir Salka Guðmundsdóttir, sem stofnaði leikhópinn Soðið svið árið 2009 ásamt Aðalbjörgu Árnadóttur. „Það er svona með ákvarðanir sem maður tekur í hláturskasti rétt fyrir miðnætti, þær geta reynst afdrifaríkar,“ segir Salka og hlær. Um síðustu helgi hófust aftur sýningar á barnaleikritinu Hættuför í Huliðsdal en Salka skrifaði handritið að verkinu og því er leikstýrt af Hörpu Arnardóttur. Leikhópinn stofnuðu Salka og Aðalbjörg þegar þær voru nýkomnar úr námi en þær langaði til þess að skapa eigin verkefni. „Við Aðalbjörg vorum saman í unglingaleikhóp í Kramhúsinu hjá Hörpu. Við erum því að vinna með gamla „mentornum“ okkar.“ Hættuför í Huliðsdal fjallar um Eyju, ellefu ára stelpu sem er nýflutt út í sveit. Í herberginu hennar opnast töfrahlið og hún fer inn í Huliðsdal þar sem hún hittir fyrir margar sérkennilegar verur. Meðal þeirra er franski ruglufuglinn sem leikinn er af Esther Talíu Casey. „Ruglufuglinn er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter sem Eyja hittir í Huliðsdal, Esther Talía leikur hann og fann sér einhvern innri franskan ruglufugl. Þetta er mjög sannfærandi allt saman og hann er í uppáhaldi hjá okkur öllum,“ segir hún. „Þegar við vorum að vinna verkið hittumst við nokkur úr leikhópnum og spjölluðum um það sem okkur fannst skemmtilegt þegar við vorum börn. Leiksýningar, bækur og sjónvarpsþætti,“ bætir hún við um hugmyndavinnuna. „Við erum með leikmynd sem leikararnir þurfa svolítið að æfa sig að hreyfa sig í, fólk þarf að ganga blindandi um sviðið vafið í silki og það hefur alveg dottið um koll og um hvert annað,“ segir Salka um æfingaferlið og bætir við: „Það sem var skemmtilegt í fyrra var hvað krakkarnir lifðu sig mikið inn í verkið, hrópuðu á aðalhetjuna og púuðu á vondu kallana. Það er svo skemmtilegt að finna viðbrögðin.“ Sýningar á Hættuför í Huliðsdal fara fram í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og hentar sýningin börnum frá fimm ára aldri.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira