Hlakkar til jólafriðarins Elín Albertsdóttir skrifar 24. desember 2014 11:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni um jólin, fara í jólaboð og njóta jólafriðarins. MYND/GVA Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hlakkar mikið til jólahátíðarinnar og er bjartsýnn á að næsta ár verði gott og gæfuríkt. Hann heldur í hefðirnar um jólin og ætlar að nýta tímann vel með fjölskyldunni. Dagur segir að desember hafi verið annasamur. „Hefðin vill stundum verða sú að maður sé að gera hlutina á síðustu stundu. Það örlar á því núna en hefur þó verið verra,“ segir hann. „Eitt af því sem fylgir borgarstjóraembættinu er að opna jólaskóginn þannig að nú var ekkert Þorláksmessustress að redda jólatré. Ein af hefðunum úr föðurfjölskyldu minni er að það megi ekki skreyta jólatré fyrr en á aðfangadag. Ég held að það séu leifar frá því að jólatré voru lýst upp með kertaljósum. Fólk var logandi hrætt við þau. Við hunsum þessa hefð og skreytum á Þorláksmessu.“ Dagur er alinn upp við hamborgarhrygg á aðfangadag en kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, rjúpur. „Við borðum með foreldrum mínum þessi jól og fáum hinn hefðbundna hamborgarhrygg. Það hefur verið erfitt að fá rjúpur undanfarin ár svo þær hafa ekki verið á borðum,“ segir Dagur sem á fjögur börn, Ragnheiði Huldu, Steinar Gauta, Eggert og Móeiði. „Börnin eru mjög spennt yfir öllu jólastússinu og ég er ánægður með jólasveinana í desember, það er heilmikið gagn að þeim. Það er auðvelt að koma börnunum í háttinn á kvöldin og framúr á morgnana á meðan skórinn er í glugganum. Þessi jól verða mikil fjölskyldujól og nokkur jólaboð, enda margir frídagar sem raðast saman. Arna er læknir á líknardeild og verður á vöktum yfir jól og áramót. Ég og börnin finnum okkur eitthvað til dundurs á meðan,“ segir Dagur sem er formaður almannavarnanefndar og verður á vaktinni sem slíkur yfir hátíðirnar. „Það eru engin fundarhöld í borgarstjórn um jólin svo ég get einbeitt mér að því að vera pabbi og fjölskyldumaður. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár. Það hefur margt verið að gerast í borginni. Umhverfis- og skipulagssvið hefur séð um jólaskreytingar og mér finnst lýsingin sérstaklega falleg í ár. Klukkurnar eru íslensk smíði og mjög vel heppnaðar,“ segir Dagur og bætir því við að hann hlakki mikið til jólafriðarins og síðan nýs árs. „Ég vona að árið verði fjölbreytt og okkur miði fram veginn. Ég trúi á sígandi lukku og að við fetum okkur áfram að betra samfélagi. Ég vil leggja áherslu á góð lífsgæði í breiðum skilningi. Borgin er lifandi og kraftmikil sem best sást á aðventunni.“ Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hér er komin Grýla Jól Rafræn jólakort Jólin Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Frá ljósanna hásal Jól Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Hamborgarhryggur í rjúpnaleysinu Jólin Bounty toppar Jólin Kakóið lokkar fólk af stað Jól
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hlakkar mikið til jólahátíðarinnar og er bjartsýnn á að næsta ár verði gott og gæfuríkt. Hann heldur í hefðirnar um jólin og ætlar að nýta tímann vel með fjölskyldunni. Dagur segir að desember hafi verið annasamur. „Hefðin vill stundum verða sú að maður sé að gera hlutina á síðustu stundu. Það örlar á því núna en hefur þó verið verra,“ segir hann. „Eitt af því sem fylgir borgarstjóraembættinu er að opna jólaskóginn þannig að nú var ekkert Þorláksmessustress að redda jólatré. Ein af hefðunum úr föðurfjölskyldu minni er að það megi ekki skreyta jólatré fyrr en á aðfangadag. Ég held að það séu leifar frá því að jólatré voru lýst upp með kertaljósum. Fólk var logandi hrætt við þau. Við hunsum þessa hefð og skreytum á Þorláksmessu.“ Dagur er alinn upp við hamborgarhrygg á aðfangadag en kona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, rjúpur. „Við borðum með foreldrum mínum þessi jól og fáum hinn hefðbundna hamborgarhrygg. Það hefur verið erfitt að fá rjúpur undanfarin ár svo þær hafa ekki verið á borðum,“ segir Dagur sem á fjögur börn, Ragnheiði Huldu, Steinar Gauta, Eggert og Móeiði. „Börnin eru mjög spennt yfir öllu jólastússinu og ég er ánægður með jólasveinana í desember, það er heilmikið gagn að þeim. Það er auðvelt að koma börnunum í háttinn á kvöldin og framúr á morgnana á meðan skórinn er í glugganum. Þessi jól verða mikil fjölskyldujól og nokkur jólaboð, enda margir frídagar sem raðast saman. Arna er læknir á líknardeild og verður á vöktum yfir jól og áramót. Ég og börnin finnum okkur eitthvað til dundurs á meðan,“ segir Dagur sem er formaður almannavarnanefndar og verður á vaktinni sem slíkur yfir hátíðirnar. „Það eru engin fundarhöld í borgarstjórn um jólin svo ég get einbeitt mér að því að vera pabbi og fjölskyldumaður. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár. Það hefur margt verið að gerast í borginni. Umhverfis- og skipulagssvið hefur séð um jólaskreytingar og mér finnst lýsingin sérstaklega falleg í ár. Klukkurnar eru íslensk smíði og mjög vel heppnaðar,“ segir Dagur og bætir því við að hann hlakki mikið til jólafriðarins og síðan nýs árs. „Ég vona að árið verði fjölbreytt og okkur miði fram veginn. Ég trúi á sígandi lukku og að við fetum okkur áfram að betra samfélagi. Ég vil leggja áherslu á góð lífsgæði í breiðum skilningi. Borgin er lifandi og kraftmikil sem best sást á aðventunni.“
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hér er komin Grýla Jól Rafræn jólakort Jólin Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Frá ljósanna hásal Jól Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Hamborgarhryggur í rjúpnaleysinu Jólin Bounty toppar Jólin Kakóið lokkar fólk af stað Jól