Píratar vilja afnema bann við guðlasti Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2015 10:40 Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. vísir/daníel Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira