Píratar vilja afnema bann við guðlasti Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2015 10:40 Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. vísir/daníel Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira