Strax einn látinn í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 14:45 Pólverjinn Michal Hernik lést á þriðja degi París-Dakar keppninnar. Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent
Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent