Porsche Panamera Exclusive seldist upp á 48 tímum Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 12:15 Viðhafnarútgáfa Porsche Panamera Exclusive skartar 570 hestafla vél. Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Það tók Porsche ekki langan tíma að selja upp hina rándýru viðhafnarútgáfu Porsche Panamera Exclusive og seldist hann upp á einungis 48 tímum. Það stóð því ekki í einum 100 kaupendum að tryggja sér eintak þó svo að verð bílsins sé 264.895 dollarar, eða 33 milljónir króna. Þeir hjá Porsche er líklega glaðastir yfir þessum viðbrögðum og Exclusive deild þeirra mun vafalaust bjóða fleiri svona viðhafnarútgáfur Porsche bíla á næstunni. Reyndar eru þeir nú þegar farnir að sjá eftir því að hafa ekki boðið fleiri bíla af Porsche Panamera Exclusive en 100, þar sem þeir hefðu líklega hvort sem er selst upp hratt. Bíllinn er með 570 hestafla vél, líkt og er í Porsche Panamera Turbo S. Það er bara svo margt annað góðgæti sem fylgir í Porsche Panamera Exclusive sem skýrir þann mikla verðmun sem á bílunum eru, svo sem tveggja tóna metallakk, dýrari litaðar felgur, Nappa leður í innréttingunni, tvítóna valhnetuviður og hreint ótrúlegt Burmeister hljóðkerfi sem aldrei hefur sést áður.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent