Framundan árið 2015: Breskar þingkosningar, könnunarfar til Plútó og Marty McFly Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2015 14:45 Þingkosningar fara meðal annars fram í Bretlandi og Danmörku á árinu. Vísir/AFP Þingkosningar fara fram í Bretlandi og Danmörku, könnunarfar NASA nær til dvergplánetunnar Plútó, sameiginlegar landamærasveitir herja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu leggjast af og Elísabet II verður þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Bretlands. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2015 sem er nú gengið í garð.Þingkosningar í BretlandiÞingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi eða fyrr taki þingið ákvörðun um fyrri dagsetningu. Í nýlegri skoðanakönnun Observer mælist fylgi Íhaldsflokksins 32 prósent og Frjálslynda flokksins 8 prósent, en saman mynduðu flokkarnir ríkisstjórn eftir kosningarnar 2010. Verkamannaflokkurinn mælist með 33 prósent fylgi og UKIP 17 prósent. Helstu tíðindin virðast því vera mikið tap Frjálslyndra sem fengu 23 prósent í síðustu kosningum og aukinn stuðningur við UKIP sem fékk 3 prósent fylgi í síðustu kosningum.Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/AFPÞingkosningar í Danmörku og FinnlandiÞingkosningar eru fyrirhugaðar í Danmörku þann 14. september næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Jafnaðarmannaflokkurinn sem leiðir ríkisstjórn muni missa þingsæti og Þjóðarflokkurinn bæta við sig. Í Finnlandi verða þingkosningar að óbreyttu haldnar þann 19. apríl næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Miðflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, muni vinna mikinn sigur í kosningunum. Fylgi Sannra Finna mælist nú minna en í kosningunum 2011.Expo 2015Heimsýningin í ítölsku borginni Milanó verður opnuð þann 1. maí og mun standa fram í lok október. Búist er við fleiri milljónum gesta en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í borginni síðan 1906. Þema sýningarinnar verður aðgengi að mat og drykk í heiminum, auk þess að áhersla er lögð á næringar- og heilsumál. Rúmlega hundrað ríki heims taka þátt í sýningunni, þó ekki Ísland.Elísabet II Bretadrottning.Vísir/AFPBandaríkin og Suður-Kóreumenn leysa upp sameiginlegar landamærasveitirSameiginlegar landamærasveitir Bandaríkjahers og hers Suður-Kóreu verða leystar upp, en þær hafa verið starfandi á landamærum Suður-Kóreu og Norður-Kóreu allt frá „lokum“ Kóreustríðisins fyrir fimmtíu árum síðan. Suður-Kóreumenn munu því alfarið taka yfir landamæragæslu á árinu.Elísabet II mun hafa setið lengst allra breskra þjóðhöfðingjaÞann 10. september 2015 mun Elísabet II Bretadrottning hafa setið lengst allra í stóli þjóðhöfðingja Bretlands. Viktoría Bretadrottning, langalangamma Elísabetar, á nú metið. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 og mun þann 15. september hafa setið á valdastóli í 63 ár og 217 daga. Drottningin er nú 89 ára og hefur nokkuð dregið úr opinberum heimsóknum síðustu ár. Elsti sonur hennar, Karl Bretaprins, mun síðar taka við krúnunni af móður sinni og verður þá Karl III.Þingkosningar víða um heimÞingkosningar eru fyrirhugaðar meðal annars í Grikklandi (25. janúar), Egyptalandi (febrúar til mars), Eistlandi (1. mars), Ísrael (17. mars), Tyrklandi (fyrir 7. júní), Mexíkó (júlí), Póllandi (október), Portúgal (fyrir 11. október), Sviss (18. október), Kanada (19. október), Argentínu (25. október) og Spáni (fyrir 20. desember).New Horizons kemur til PlútóNew Horizons, könnunarfar NASA, var skotið á loft árið 2006 og hefur nú ferðast rúmlega 4 milljarða kílómetra. Farið mun senda fyrstu myndirnar frá dvergplánetunni Plútó og fimm tunglum þess úr návígi í júlí næstkomandi. New Horizons mun svo halda ferð sinni áfram í gegnum Kuiper-beltið.Dawn, könnunarfar NASA.Vísir/AFPKönnunarfarið Dawn rannsakar dvergreikistjörnuna CeresKönnunarfar NASA, Dawn, mun koma að dvergreikistjörnunni Ceres þann 6. mars. Dawn var skotið á loft 27. september 2007 og dvaldi við smástirnið Vestu milli 2011 og 2012, en hélt síðan för sinni áfram til Ceres.Frestur Þúsaldarmarkmiðanna rennur útLeiðtogar heims sameinuðust um svokallaða Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2000. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag fólks um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis. Markmiðin voru alls átta talsins, með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir árið 2015.Kosningabarátta innan bandarísku flokkanna Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 þar sem arftaki Barack Obama í stóli forseta verður kjörinn. Á árinu 2015 má því búast við harðri baráttu innan Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um hver skuli vera þeirra frambjóðandi í forsetakosningunum.Mætir Marty McFly þann 21. október?Doktorinn Emmett Brown, Marty McFly og Jennifer Parker ferðast í tíma til dagsins 21. október 2015 í kvikmyndinni Aftur til framtíðarII. Dagurinn er sá síðasti sem McFly ferðast til í kvikmyndaþríleiknum. Þó ber mönnum að taka því með ákveðnum fyrirvara og ekki binda of miklar vonir við að þríeykið birtist skyndilega um miðjan október. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi og Danmörku, könnunarfar NASA nær til dvergplánetunnar Plútó, sameiginlegar landamærasveitir herja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu leggjast af og Elísabet II verður þaulsetnasti þjóðhöfðingi í sögu Bretlands. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2015 sem er nú gengið í garð.Þingkosningar í BretlandiÞingkosningar fara fram í Bretlandi þann 7. maí næstkomandi eða fyrr taki þingið ákvörðun um fyrri dagsetningu. Í nýlegri skoðanakönnun Observer mælist fylgi Íhaldsflokksins 32 prósent og Frjálslynda flokksins 8 prósent, en saman mynduðu flokkarnir ríkisstjórn eftir kosningarnar 2010. Verkamannaflokkurinn mælist með 33 prósent fylgi og UKIP 17 prósent. Helstu tíðindin virðast því vera mikið tap Frjálslyndra sem fengu 23 prósent í síðustu kosningum og aukinn stuðningur við UKIP sem fékk 3 prósent fylgi í síðustu kosningum.Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.Vísir/AFPÞingkosningar í Danmörku og FinnlandiÞingkosningar eru fyrirhugaðar í Danmörku þann 14. september næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Jafnaðarmannaflokkurinn sem leiðir ríkisstjórn muni missa þingsæti og Þjóðarflokkurinn bæta við sig. Í Finnlandi verða þingkosningar að óbreyttu haldnar þann 19. apríl næstkomandi. Skoðanakannanir benda til að Miðflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu, muni vinna mikinn sigur í kosningunum. Fylgi Sannra Finna mælist nú minna en í kosningunum 2011.Expo 2015Heimsýningin í ítölsku borginni Milanó verður opnuð þann 1. maí og mun standa fram í lok október. Búist er við fleiri milljónum gesta en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í borginni síðan 1906. Þema sýningarinnar verður aðgengi að mat og drykk í heiminum, auk þess að áhersla er lögð á næringar- og heilsumál. Rúmlega hundrað ríki heims taka þátt í sýningunni, þó ekki Ísland.Elísabet II Bretadrottning.Vísir/AFPBandaríkin og Suður-Kóreumenn leysa upp sameiginlegar landamærasveitirSameiginlegar landamærasveitir Bandaríkjahers og hers Suður-Kóreu verða leystar upp, en þær hafa verið starfandi á landamærum Suður-Kóreu og Norður-Kóreu allt frá „lokum“ Kóreustríðisins fyrir fimmtíu árum síðan. Suður-Kóreumenn munu því alfarið taka yfir landamæragæslu á árinu.Elísabet II mun hafa setið lengst allra breskra þjóðhöfðingjaÞann 10. september 2015 mun Elísabet II Bretadrottning hafa setið lengst allra í stóli þjóðhöfðingja Bretlands. Viktoría Bretadrottning, langalangamma Elísabetar, á nú metið. Elísabet tók við krúnunni þann 6. febrúar 1952 og mun þann 15. september hafa setið á valdastóli í 63 ár og 217 daga. Drottningin er nú 89 ára og hefur nokkuð dregið úr opinberum heimsóknum síðustu ár. Elsti sonur hennar, Karl Bretaprins, mun síðar taka við krúnunni af móður sinni og verður þá Karl III.Þingkosningar víða um heimÞingkosningar eru fyrirhugaðar meðal annars í Grikklandi (25. janúar), Egyptalandi (febrúar til mars), Eistlandi (1. mars), Ísrael (17. mars), Tyrklandi (fyrir 7. júní), Mexíkó (júlí), Póllandi (október), Portúgal (fyrir 11. október), Sviss (18. október), Kanada (19. október), Argentínu (25. október) og Spáni (fyrir 20. desember).New Horizons kemur til PlútóNew Horizons, könnunarfar NASA, var skotið á loft árið 2006 og hefur nú ferðast rúmlega 4 milljarða kílómetra. Farið mun senda fyrstu myndirnar frá dvergplánetunni Plútó og fimm tunglum þess úr návígi í júlí næstkomandi. New Horizons mun svo halda ferð sinni áfram í gegnum Kuiper-beltið.Dawn, könnunarfar NASA.Vísir/AFPKönnunarfarið Dawn rannsakar dvergreikistjörnuna CeresKönnunarfar NASA, Dawn, mun koma að dvergreikistjörnunni Ceres þann 6. mars. Dawn var skotið á loft 27. september 2007 og dvaldi við smástirnið Vestu milli 2011 og 2012, en hélt síðan för sinni áfram til Ceres.Frestur Þúsaldarmarkmiðanna rennur útLeiðtogar heims sameinuðust um svokallaða Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2000. Í yfirlýsingunni var ákveðið að stuðla að bættum hag fólks um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis. Markmiðin voru alls átta talsins, með mælanlegum og tímasettum undirmarkmiðum sem eiga að nást fyrir árið 2015.Kosningabarátta innan bandarísku flokkanna Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 8. nóvember 2016 þar sem arftaki Barack Obama í stóli forseta verður kjörinn. Á árinu 2015 má því búast við harðri baráttu innan Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins um hver skuli vera þeirra frambjóðandi í forsetakosningunum.Mætir Marty McFly þann 21. október?Doktorinn Emmett Brown, Marty McFly og Jennifer Parker ferðast í tíma til dagsins 21. október 2015 í kvikmyndinni Aftur til framtíðarII. Dagurinn er sá síðasti sem McFly ferðast til í kvikmyndaþríleiknum. Þó ber mönnum að taka því með ákveðnum fyrirvara og ekki binda of miklar vonir við að þríeykið birtist skyndilega um miðjan október.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira